Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. desember 2021

STANZ - VERKFALLSVERÐIR!

Verkfallsverðir settu upp vegatálma inn til Reykjavíkur. Ljósmyndin er eftir Jón Bjarnason, fyrrverandi blaðamanns á Þjóðviljanum.

Í tímriti Sameykis sem er á leið til félagsmann er umfjöllun um heimildamyndina Korter yfir sjö. Þar segir frá verkfallinu 1955 í Reykjavík sem var eitt harðvítugasta verkfall í sögu landsins. Verkalýðsfélögin lögðu áherslu á félagsleg réttindi en pólitískir straumar réðust oft af kalda stríðinu. Reykjavík var sett í herkví, hafnir lokaðar og vegatálmanir settar upp við alla vegi til borgarinnar með skiltum sem á stóð stórum stöfum STANZ - VERKFALLSVERÐIR. Í þessu verkfalli lagði verkalýðshreyfingin grunninn að því velferðarkerfi eins og við þekkjum það í dag.

Verkfallsverðir tóku olíuskip í gíslingu til að stöðva dælingu úr þeim í Keflavík, úti á Faxaflóa og inni í Hvalfirði. Líkkistur voru meðal annars notaðar undir smygl á vörum til borgarinnar. Smygl var daglegt brauð og oft kom til átaka við vegatálmanirnar en mörg heimili voru þó nánast matarlaus áður en yfir lauk.

Tímarit Sameykis er prentað á umhverfisvænan og svansvottaðan pappír. Einnig er blaðið prentað með svansvottuðum jurtalitum en ekki með jarðolíulitum.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)