Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. desember 2021

Orlofshús á Spáni opið til umsókna fyrir félagsmenn

Samara Quesada

Sameyki hefur opnað fyrir umsóknir orlofsíbúða á Spáni. Um er að ræða þrjá orlofskosti til útleigu fyrir félagsmenn. Tvær íbúðir sem eru í fjölbýlishúsi sem er íbúð á efstu hæð annars vegar og hins vegar íbúð á fyrstu hæð í Los Arenales del Sol. Íbúðahúsið er við ströndina og er aðgengi að sameiginlegum sundlaugagarði. Einnig eru þar leiktæki fyrir börn og fullorðna ásamt tennisvelli. Þriðji kosturinn er parhús á þremur hæðum í lokuðum byggðarkjarna með sundlaugagarði í Samara Quesada.

Páskarnir hafa verið vinsæll tími til útleigu orlofsíbúða á Spáni hjá félögum í Sameyki og því verður páskavikunni ásamt nokkrum dögum til viðbótar úthlutað sem einu tímabili frá 8. apríl til 18. apríl 2022.

Tekið verður við umsóknum á orlofsvef Sameykis og lýkur umsóknarfresti 16. janúar 2022.

Úthlutun fer fram þann 17. janúar 2022.
Verð tímbils fyrir stærri íbúð og parhús er kr. 93.000.-
Verð tímbils fyrir minni íbúð er kr. 79.000.-

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)