Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. janúar 2022

Kynning á könnun Vörðu um stöðu launafólks

Niðurstöður könnunar Vörðu verða kynntar á veffundi.

BSRB og ASÍ bjóða til veffundar þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins um stöðu launafólks. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að ríflega þriðjungur launafólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og hefur fjárhagsstaðan versnað frá síðasta ári.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 19. janúar kl. 13:00 og er öllum opinn. Hægt verður að fylgjast með fundinum hér auk þess sem sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.

Á fundinum mun Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, kynna niðurstöður könnunarinnar sem varpa ljósi á stöðu launafólks. Þá munu Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, bregðast við niðurstöðunum.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook-viðburði.

Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins var stofnuð árið 2019 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. Markmiðið með stofnuninni var að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála sem er ætlað að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Stofnunni er ætlað að dýpa umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu með betri lífsskilyrðum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)