Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. janúar 2022

Tekjur, ójöfnuður og vegasalt gildismatsins

Þorri fólks telur að tekjuójöfnuður hér landi sé mikill eða 88 prósent almennings.

Sara Sigurbjörns- Öldudóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ, var gestur hjá á fundi fulltrúaráðs Sameykis í gær og fjallaði um í erindi sínu, Tekjur, ójöfnuður og vegasalt gildismatsins, um hvernig efnahagslegum gæðum er skipt í íslensku samfélagi með áherslu á launatekjur. Hún fjallaði sérstaklega um viðhorf almennings til tekju(ó)jöfnuðar og niðurstöður rannsókna Dr. Sigrúnar Ólafsdóttur og Dr. Jóns Gunnars Bernburgs, prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands, þar á. Viðhorf almennings eru mikilvægur grundvöllur í samhengi lýðræðisins. Sérhagsmunahópar hafa áhrif á mótun og viðhorf almennings og þar af leiðandi er merkilegt að sjá í því samhengi hvernig þau birtast.

Sara velti upp mögum mikilvægum spurningum um réttlætingu á jöfnuði annars vegar og ójöfnuði hins vegar en svörin við þeim endurspegla viðhorf og raða fólki niður á pólitíska rófið. Viðhorfin segja mikið um það hvernig samfélag almenningi langar til að skapa sér og búa í. Rökin fyrir jöfnuði í samfélaginu eru m.a. þau að standa vörð um valdajafnvægi í stjórnmálum og stofnunum samfélagsins.


Samhengi réttlætis og launakrafna
Ójöfnuður leiðir til sundrungar og ógnar þannig samfélagsgerðinni. Viðhorf þeirra sem aðhyllast félagshyggju stangast á við viðhorf þeirra sem trúa á brauðmolakenninguna sagði Sara. Hún velti því upp hvort raunhæft sé, að óbreyttu, að viðhalda jöfnum tækifærum í samfélagi þar sem ríkustu 5 prósent einstaklinga eigi þriðjung allra eigna, eins og raunin var á Íslandi árið 2019 . Þrátt fyrir að Ísland komi vel út í alþjóðlegum samanburði um jöfnuð telur þorri fólks að tekjuójöfnuður hér landi sé mikill eða 88 prósent almennings.

„Fólk trúir því frekar að efnahagsleg staða, pólitísk tengsl og skyldleiki skapi tækifæri í íslensku samfélagi en verðleikar og þekking til starfa. Þegar dreifing heildarlauna fullvinnandi fólks er skoðuð kemur fram 400 prósent munur er á launum hæstu tekjutíundar og lægstu fyrir árið 2020. Það er gríðarlegur munur. Launajafnrétti hér er samt sem áður á pari við hin norðurlöndin en komið hefur fram að íslendingar eru ósáttari við stig ójöfnuðar en almenningur í samanburðarlöndunum og þá má spyrja sig hvers vegna?

Þegar viðhorf eru skoðuð er ljóst að íslenskur almenningur telur að pólitísk tengsl og efnahagsleg staða skiptir mun meira málli hvað varðar tækifæri í samfélaginu en á Norðurlöndunum. Mat á áhrifum pólitískra tengsla er þannig á pari við það sem þekkist í Rússlandi. Samræður spunnust meðal fundarmanna um það að samhengi er einnig á milli þess hvernig fólk skynjar sín kjör með tilliti til gjaldþátttöku fyrir opinbera þjónustu eins og heilbriðigsþjónustu, velferðarþjónustu o.sv.frv. Önnur gjöld fyrir þjónustu í samfélaginu af þessum toga hafa líka aukist. Þannig að þeir sem eru á háum tekjum hafa meira á milli handanna til að greiða fyrir þjónustuna en þeir sem eru á lægri launum. Í því felst munur sem tekjulágir finna fremur fyrir en þeir tekjuhærri. Við vitum líka að ójöfnuður er meiri þegar tekið er tilliti til fjármagnstekna,“ sagði Sara Sigurbjörns- Öldudóttir að lokum.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)