Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. mars 2022

„Hjarta okkar slær með Úkraínu“

„„Við munum saman safna sjóði frá verkalýðsfélögum til að koma til hjálpar Úkraínu.“

„Hjarta okkar slær með ykkur í þessari baráttu Úkraínu við hið illa. Þetta er stríð hins illa á móti hinu góða. Það er ólíðandi að ráðast á sjálfstætt ríki Úkraínu og við viljum ásamt allri Evrópu fullkomna samstöðu með Úkraínu.“

Samtök opinberra starfsmanna PSI og EPSU í Evrópu héldu sameiginlegan fund í morgun þar sem kom fram fullkomin samstaða allra stéttarfélaga í löndum innan og utan Evrópu með opinberum starfsmönnum og almenningi í Úkraínu. Stríðið sem nú geysar í Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið hefur lamað innviði þess. Opinberir starfsmenn í Úkraínu reyna eftir bestu getu að veita opinbera þjónustu og halda stofnunum landsins gangandi en opinberir starfsmenn falla einnig í árásunum og innviðir landsins eru því mjög laskaðir vegna sprengjuárása Rússa á opinberar stofnanir.

Liz Snape aðalritari PSI, Public Services International, sem er alheimssamband stéttarfélaga í opinberri þjónustu og formaður UNIONS sem er stærsta stéttarfélag opinberra starfsmanna í Bretlandi sagði að PSI hafi fordæmt innrás Rússa í Úkraínu með yfirlýsingu og að óskað sé eftir stuðningi stéttarfélaga opinberra starfsmanna allra landa með þeim 1.3 milljónum opinberra starfsmanna í Úkraínu sem nú veita opinbera þjónustu í stríðshrjáðu landi. „Samstaða snýst ekki bara um orðin tóm heldur framkvæmd, Úkraína þarf aðstoð annarra bandalaga og stéttarfélaga opinberra starfsmanna til að koma þeim skilaboðum til ríkissjórna sinna landa um hjálp,“ sagði Liz.

Dave Prentis forseti PSI tók undir orð Liz og sagði að aðildarfélögin 700 innan sambandsins vildu sýna Úkraínu samstöðu og stuðning í verki og nú er verið að skipuleggja með hvaða hætti það skuli framkvæmt. „Hjarta okkar slær með ykkur í þessari baráttu Úkraínu við hið illa. Þetta er stríð hins illa á móti hinu góða. Það er ólíðandi að ráðast á sjálfstætt ríki Úkraínu og við viljum ásamt allri Evrópu fullkomna samstöðu með Úkraínu,“ sagði Dave.

Rosa Pavanelli framkvæmdastjóri PSI sagði frá ákalli samtakanna vegna innrásarinnar. „Við munum saman safna sjóði frá verkalýðsfélögum til að koma til hjálpar Úkraínu. Við erum reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem þarf. Heilbriðgisstofnanir og öll opinber þjónusta er skotmark Rússa í Úkraínu. Vinnustaðir eru sprengdir og við þurfum að vinna með Sameinuðu þjóðunum að koma opinberum stofnunum í Úkraínu til hjálpar. Við þurfum að nýta alla miðla [aðildarfélaga sambandsins] okkar til að koma því á framfæri til allra opinberra starfsmanna sem er að raungerast í Úkraínu hvernig ráðist er að opinberri starfssemi landsins. Það er ánægjulegt að sjá þá samstöðu í öllum löndum Evrópu gegn innrás Rússa í Úkraínu og sagan má ekki endurtaka sig,“ sagði Rosa og vísaði með orðum sínum í síðari heimstyrjöldina.



Jan Willem forseti EPSU sem eru samtök starfsmanna í almannaþjónustu, sagði að stéttarfélög utan og innan Evrópu standi með Úkraínu og sá stuðningur felst ekki síst í því hafna öllum vörum og þjónustu frá Rússlandi. „Það er mikilvægt að senda út massívan stuðning frá öllum stéttarfélögum opinberra starfsmanna sem halda uppi innviðum landanna í Evrópu. Afleiðingar þessa ólíðandi innrásar mun líklega vara langt inn í framtíðina. Við munum því hjálpa opinberum starfsmönnum í Úkraínu eins og við getum með því að þrýsta á stjórnvöld í löndum aðildarfélaganna til að stöðva innrásina. Deilið þessu skilaboðum áfram, komið þeim til félaga ykkar stéttarfélaga, og áfram til stjórnvalda ykkar landa,“ sagði Jan.

Á fundinum kom fram að í Rúmeníu eru stéttarfélög opinberra starfsmanna að hjálpa flóttafólki sem koma yfir landamærin frá Úkraínu. Aðeins eru um 15 km frá átökunum við landamæri Rúmeníu og aðstoð er veitt því flóttafólki sem leitar skjóls í landinu. Ákveðið var að veita flóttafólkinu húsaskjól á hótelum og stofnunum ásamt fatnaði og mat. Áætlað er að um 100 þúsund manns séu á flótta til Rúmeníu og þeirra á meðal eru bræður og systur rúmensku þjóðarinnar og því ekki um tungumálaörðuleika að ræða. Allt flóttafólk er hjartanlega velkomið til Rúmeníu sem þangað leita. Þjóðvarðarliðið í Rúmeníu hélt fund í morgun til að auka við hjálp flóttafólks og skipuleggja hvernig best sé að því staðið. Þá kom fram að það vantar ungbarnafatnað og þurrmjólk fyrir ungabörn sem eru á meðal flóttafólksins.

„Við þökkum öllum fyrir þátttökuna á þessum fundi og við stöndum með opinberum starfsmönnum og verkafólki í Úkraínu ásamt allri verkalýðshreyfingunni þar í landi, og við munum stuðla að og virkja frið og stöðugleika í Úkraínu og í Evrópu. Við stöndum með öllum opinberum starfsmönnum sem eru kallaðir til að meðhöndla mannfall vegna innrásarinnar. Við skorum á Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið að veita fólki sem flýr stríðssvæðin stuðning og hæli“, sagði Jan Willem forseti EPSU að lokum.

PSI samanstendur af 700 aðildarfélögum í 154 löndum með 30 milljónir félagsmanna í opinberri þjónustu. Í sameignlegri yfirlýsingu PSI, ETUC og ITUC (alþjóðleg samtök verkafólks með 200 milljón félaga í 163 löndum) ítreka samböndin fordæmingu sína á hernaðarinnrás Rússa í Úkraínu. PSI, EPSU og ITUC krefjast þess að allar rússneskar hersveitir yfirgefi Úkraínu tafarlaust. Virða þarf landhelgi Úkraínu og öryggi þess, sem og pólitískt sjálfstæði Úkraínu sem lýðræðisríkis.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)