3. mars 2022
Félagsfundir fyrir allt landið í næstu viku
.jpg?proc=frontPage)
Félagsfólk í Sameyki! Verið velkomið á auka félagsfundi sem verða haldnir fyrir félagsfólk á öllu landinu miðvikudaginn 9. mars kl. 15:00-16:00 og föstudaginn 11. mars kl. 8:15-09:15 með Teams fjarfundarbúnaði. Þar með verður slegin botn í þessa fundarlotu sem hófst á nýju ári með fyrsta fundinum sem haldinn var á Vestulandi og Vestfjörðum. Haldið var áfram hringinn í kringum landið með fundina sem lauk með fjórum fundum fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes. Einhverjir félagar í Sameyki gátu ekki sótt fundina á þeim tíma sem þeir voru auglýstir og úr því er nú bætt með þessum tveimur fundum.
Á fundunum verður fjallað um styttingu vinnuvikunnar, áhrif COVID-19 og áróður Samtaka atvinnulífsins og fleiri aðila á opinbera starfsmenn. Formaður Sameykis og deildarstjórar munu hefja samtalið með uppleggi/innleggi um málin. Allir félagar hvattir til að mæta og taka þátt í samtalinu.
Dagskrá fundanna 9. og 11. mars.
Stytting vinnuvikunnar
• Hvernig er reynslan?
• Hver er staðan?
Erindi: Guðmundur Freyr Sveinsson deildarstjóri kjaradeildar.
Áhrif heimsfaraldursins
• Heimavinna
• Stiklað yfir skýrslu Ráðhússins
Erindi: Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri félagsdeildar.
Að gera opinbera starfsmenn að blórabögglum
• Árásir á opinbera starfsmenn
• Jöfnun launa milli markaða
Erindi: Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Skráðu þig á félagsfundinn 9. mars kl. 15:00 hér!
Skráðu þig á félagsfundinn 11. mars kl. 8:15 hér!