Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. mars 2022

Fundaherferð með félagsfólki í Sameyki lokið

Nú er lokið öflugri félagsfundaherferð Sameykis með félagsfólki um land allt. Fundaherferðin hófst 8. febrúar sl. með félögum í Sameyki á Vesturlandi og Vestfjörðum. Því næst var fundað á Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og hringnum svo lokið með tveimur sameiginlegum fundum með félagsfólki á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Fundaherferðin endaði svo með tveimur fundum fyrir landið allt til að koma á móts við það félagsfólk sem ekki gat mætt á þeim fundartíma sem boðaður var upphaflega. Síðasti fundurinn var í morgun 11. mars. Fundirnir voru vel sóttir en skráning fór fram í gegnum vef Sameykis og voru auglýstir á samfélagsmiðlum félagsins Facebook og Twitter. Einnig voru send út smáskilaboð og fréttapóstar til að ná til félagsfólks. Allt heppnaðist þetta vel.

Allir fundirnir fóru fram með fjarfundarbúnaði. Ástæða fundanna var til að stuðla að upplýstri umræðu um Sameyki, réttindi og kjaramál og önnur málefni sem varða félagsfólk. Hver fundur stóð yfir í eina klukkustund og þykir ástæða til að halda slíka fundi á hverju ári með þessum hætti en líka þykir nauðsynlegt að Sameyki heimsæki þessa landshluta og ræði við félagsfólk í ljósi afléttinga sóttvarna.

Efni fundanna voru réttindamál, kjaramál, heimavinna í heimsfaraldrinum og viðhorf félagsfólks til hennar ásamt erindi Þórarins Eyfjörð formanns Sameykis,um opinbera starfsmenn í samfélaginu og mikilvægi þeirra starfa sem þeir sinna og jöfnun launa á milli markaða. Þá ræddi Þórarinn Eyfjörð við félagsfólk um áróður Samtaka atvinnulífsins gegn opinberum starfsmönnum.

Í spjallborði fundanna frá Sameyki voru; Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, Guðmundur Freyr Sveinsson deildarstjóri kjaradeildar og Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri félagsdeildar.

Á fundunum kom fram margt gagnlegt sem Sameyki mun taka inn í sína vinnu vegna komandi kjarasamninga, t.d. lögleiðingu styttingu vinnuvikunnar, aðbúnað starfsfólks sem sinnir vinnunni sinni á eigin heimili ofl.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)