Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. mars 2022

Formaður BSRB segir áróður SA ekki standast skoðun

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB spyr í pistli sínum, sem lesa má hér, hver tilgangur Samtaka atvinnulífsins sé með áróðri sínum um að ríkið sogi til sín starfsfólk af almenna vinnumarkaðnum þar sem SA vitnar í nýja rannsókn sem samtökin létu gera fyrir sig. Þá segir hún að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til áhrifs heimsfaraldursins á samfélagið og vinnumarkaðinn.

„Það er svo sem ekki nýtt að Samtök atvinnulífsins velji að líta fram hjá áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á almannaþjónustuna. Þau hafa þvert á móti komið áróðri sínum um fjölgun opinberra starfsmanna á framfæri með reglubundnum hætti. Það er sannarlega rétt að á undanförnum tveimur árum hefur starfsfólki fækkað á almennum vinnumarkaði á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði,“ segir Sonja Ýr.

Þá segir formaður BSRB að tilgangur áróðurs SA sé til að hafa áhrif á skiptingu verðmæta og kannski að vekja andúð á sanngjarnri skattheimtu fyrir notkun á auðlindum Íslands.

„Mögulega er kveikjuna að áróðri SA einfaldlega að rekja til aukinnar umræðu um hvernig við skiptum þeim verðmætum sem skapast af ríkulegum fiskimiðum í kjölfar Verbúðarinnar. Eða kannski er kveikjan einfaldlega að samtökin eru almennt andsnúin aukinni skattheimtu af hvers kyns toga og benda ítrekað á að jöfnuður sé hvað mestur hér á landi. Þrátt fyrir að þau þekki jafnvel og aðrir að eignaójöfnuður er að aukast og margir hafi hagnast verulega vegna faraldursins.“

Pistil Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanns BSRB, má lesa hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)