Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. mars 2022

Framhald 46. þings BSRB hafið

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, setti framhald 46. þings bandalagsins í morgun

Nú þegar glittir í lok heimsfaraldursins og álaginu sleppir á almannaþjónustunni og samfélaginu öllu erum við sem samfélag á vissan hátt á upphafspunkti enda fjölmargar ákvarðanir sem þarf að taka sem munu hafa áhrif á samfélagið til langs tíma, sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í setningarávarpi framhaldsþings BSRB í morgun.

„Þess vegna hefur sjaldan verið mikilvægara að raddir launafólks fái að heyrast og að við höfum áhrif á það hvernig við byggjum upp samfélagið eftir faraldurinn,“ sagði Sonja.

46. þingi BSRB var frestað síðasta haust þar sem samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að hægt væri að koma saman. Á framhaldsþinginu verður farið í málefnastarf og stefna BSRB endurnýjuð.

„Þessi vinna verður ekki aðeins grundvöllur alls starfs bandalagsins næstu árin heldur er hún einnig grundvöllur þeirrar samstöðu sem skiptir svo miklu máli fyrir hagsmunabaráttu okkar. Þegar við höfum mótað sameiginlegu stefnu hér á þinginu getum við komið fram sem sameinað og sterkt afl launafólks, staðið fast á okkar kröfum og tekið slaginn ef við þurfum til að ná okkar markmiðum,“ sagði Sonja.

Framhald 46. þings BSRB fer fram á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu í dag og á morgun.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)