Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. apríl 2022

Trúnaðarmenn heiðraðir fyrir ötult starf í þágu félagsins

Birna Daðadóttir Birnir og Pétur Ásbjörnsson tóku við viðurkenningum á aðalfundi Sameykis.

Á aðalfundi Sameykis í síðustu viku voru Birnu Daðadóttur Birnir og Pétri Ásbjörnssyni veittar viðurkenningar fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu Sameykis. Tekið var tillit til þriggja þátta við valið á trúnaðarmanni ársins; hvernig trúnaðarmaður sinnir félagsfólki í Sameyki á vinnustaðnum, virkni þeirra í kjaramálum og virkni í félagsstarfi Sameykis.

Birna og Pétur er bæði framúrskarandi trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum, þau eru glaðlynd að sögn samstarfsfélaga sinna, jákvæð og drífandi trúnaðarmenn.

Birna Daðadóttir Birnir starfar í unglingastarfi í Frístundamiðstöðinni Árseli og Pétur Ásbjörnsson starfar á LSH á heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði spítalans.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og Ingibjörg Sif Sigríðardóttir, varaformaður Sameykis veittu þeim viðurkenningarnar, blómvendi og bókina Flóra Íslands á aðalfundinum. Að auki fengu þau vikudvöl í orlofshúsum Sameykis að eigin vali.

Sameyki óskar þeim til hamingju og þakkar þeim fyrir sitt góða framlag í þágu félagsins.