Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. apríl 2022

Trúnaðarmenn heiðraðir fyrir ötult starf í þágu félagsins

Birna Daðadóttir Birnir og Pétur Ásbjörnsson tóku við viðurkenningum á aðalfundi Sameykis.

Á aðalfundi Sameykis í síðustu viku voru Birnu Daðadóttur Birnir og Pétri Ásbjörnssyni veittar viðurkenningar fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu Sameykis. Tekið var tillit til þriggja þátta við valið á trúnaðarmanni ársins; hvernig trúnaðarmaður sinnir félagsfólki í Sameyki á vinnustaðnum, virkni þeirra í kjaramálum og virkni í félagsstarfi Sameykis.

Birna og Pétur er bæði framúrskarandi trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum, þau eru glaðlynd að sögn samstarfsfélaga sinna, jákvæð og drífandi trúnaðarmenn.

Birna Daðadóttir Birnir starfar í unglingastarfi í Frístundamiðstöðinni Árseli og Pétur Ásbjörnsson starfar á LSH á heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði spítalans.

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og Ingibjörg Sif Sigríðardóttir, varaformaður Sameykis veittu þeim viðurkenningarnar, blómvendi og bókina Flóra Íslands á aðalfundinum. Að auki fengu þau vikudvöl í orlofshúsum Sameykis að eigin vali.

Sameyki óskar þeim til hamingju og þakkar þeim fyrir sitt góða framlag í þágu félagsins.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)