Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. maí 2022

Bjarg íbúðafélag byggir allt að 505 nýjar íbúðir í Reykjavík á næstu árum

Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður Bjargs, undirritar viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Hari

Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu viljayfirlýsingu 6. apríl sl. um byggingu á íbúðarhúsnæði í samræmi við markmið húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar um fjölbreytt framboð húsnæðiskosta fyrir alla félagshópa og félagslega fjölbreytni innan hverfa samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara, í samstarfi við Umverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar er falið að framfylgja viljayfirlýsingunni.

Í viljayfirlýsingunni segir að Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóðum með byggingarrétti fyrir búseturéttar eða leiguíbúðir á vegum Bjargs á lóðum á eftirfarandi svæðum Reykjavíkurborgar:

Veðurstofuhæð: Áætluð úthlutun árið 2024 fyrir allt að 50 íbúðir.
Korpureitur: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
Vogur-Bryggjuhverfi: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 73 íbúðir.
Vatnsmýri U reitur: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
Safamýri: Áætluð úthlutun árið 2025 fyrir allt að 50 íbúðir.
Miklubrautarstokkur: Áætluð úthlutun árið 2026 fyrir allt að 70 íbúðir.
Skerjafjörður II: Áætluð úthlutun árið 2027 fyrir allt að 72 íbúðir.
Sæbrautarstokkur: Áætluð úthlutun árið 2028 fyrir allt að 40 íbúðir.
Óstaðsett: Áætluð úthlutun árið 2028 fyrir allt að 50 íbúðir.

 

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna,  Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Árni Stefán Jónsson, stjórnarformaður Bjargs íbúaðfélags, Dagur B. Eggertsson, borgastjóri, og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, undirrita viljayfirlýsinguna.

 

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, "Almene boliger".

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)