Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2022

Nýtt diplómanám, Farsæld barna, hjá Háskóla Íslands í haust

Farsæld barna er nýtt diplómanám í Háskóla Íslands í boði við Félagsráðgjafardeild. Námið er allt boðið í fjarnámi.


Ný námsleið hefst n.k. haust í Háskóla Íslands. Um er að ræða nýtt diplómanám við Félagsráðgjafardeild HÍ sem ber heitið Farsæld barna. Þessi nýja námsleið hjá HÍ er á sviði farsældar barna og er henni ætlað að styðja við innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem tóku gildi þann 1.janúar s.l.. Námið er 30 eininga fjarnám, 15 einingar á hvoru misseri. Það samanstendur af þremur 10 eininga námskeiðum og er ætlað þeim sem lokið hafa BA/BEd/BS prófi og starfa með börnum. Umsóknarfrestur er til 5.júní nk.

„Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni í samræmi við hina nýju löggjöf. Námið er ætlað öllum þeim sem hafa lokið BA/B.Ed./BS-prófi og starfa með börnum í heilbrigðis-, skóla- og velferðarþjónustu eða á öðrum vettvangi,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir lektor sem er umsjónarkennari í námsleiðinni ásamt Herdísi Steingrímsdóttur sem einnig er lektor.

Hægt er að kynna sér námið nánar hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)