Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. júní 2022

NTR ráðstefna: Endurmeta þarf virði kvennastarfa

Sonja Ýr á vinnustofur NTR um jafnréttismál í Gautaborg. Ljósmynd/NTR

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, hélt erindi á vinnustofu um jafnréttismál á NTR ráðstefnunni.

Hún sagði frá því að BSRB hafi góða reynslu af því að setja eitt mál í forgang hverju sinni og vinna að því að klára það áður en hafist er handa við næsta verkefni. Þegar kemur að jafnréttismálum leggur bandalagið nú megináherslu á að endurmeta virði kvennastarfa vegna þess að BSRB veit að það er stærsta skrefið í áttina að því að útrýma launamun kynjanna.

 

Kynskiptur vinnumarkaður ástæða launamuns
„Mikil áhersla verið lögð á jöfn laun á undanförnum árum sem almennt miðar að því að útrýma kynbundnum launa innan tiltekins vinnustaðar en lítið sem ekkert hefur verið gert til að tryggja launajafnrétti þvert á vinnustaði og starfsgreinar.

Rannsóknir sýna að launamunur kynjanna hefur minnkað í flestum vestrænum löndum síðastliðin ár. En meginástæðan fyrir kynbundnum launamun er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Laun séu að meðaltali lægri í stéttum þar sem konur eru í meirihluta og að þær stéttir heyri margar undir opinbera geirann þar sem launamyndun er ólík því sem er á almennum vinnumarkaði. Þetta er kerfisbundið misrétti og því þarf „kerfið“ að finna leið til að útrýma vandanum. Það á ekki að vera ábyrð einstaklinganna að fylgja því eftir að þau njóti jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf. Það þarf því að tryggja leiðir til að meta megi virði starfa þvert á vinnustaði, þ.e. ólík störf á ólíkum vinnustöðum. Þar verða stjórnvöld að ganga fram með góðu fordæmi og auka þekkingu, fræða og þróa verkfæri fyrir vinnustaði.Koma þarf á fót virðismati starfa
Í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög í mars 2020 lýsti ríkisstjórnin því yfir að sett yrði af stað vinna við endurmat á störfum kvenna og starfshópi yrði falið að leggja fram tillögur að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Aðgerðirnar skyldu hafa að leiðarljósi að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta.

Mikilvægustu aðgerðirnar til að leiðrétta skakkt verðmætamat felst í því að koma á fót á virðismati starfa, og unnið markvisst að því að ómeðvituð hlutdrægni hafi ekki áhrif á matið. Verkefnið sé að draga fram þá ósýnilegu og óviðurkenndu þætti starfa kvenna sem hingað til hafi verið vanmetnir og meta til launa.

 

Tryggja þarf að ekki eigi sér stað launamisrétti
Þetta er verkefni sem felst í því að læra meira með því að prufa sig áfram. Þess vegna muni aðgerðarhópur forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa hefja tilraunaverkefni þar sem unnið verður að aðferðafræði við að meta virði starfa og bera saman hefðbundin kvennastörf við hefðbundin karlastörf. Þátttakendur verði 3-4 ríkisstofnanir. Sveitarfélögin hafa starfsmat en það tekur eingöngu til grunnlauna og því þarf einnig að skoða hvernig megi byggja ofan á það til að tryggja að ekki segi sér stað launamisrétti þegar kemur að heildarlaunum. Sömuleiðis verði þróuð svokölluð samningaleið að Nýsjálenskri fyrirmynd sem fjallar um jafnlaunakröfur að því markmiði að tryggja að einstaklingar þurfi ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. Með þessa þekkingu í farteskinu verði unnið að frekari vitundarvakningu um efnið og þróuð verkfæri fyrir vinnustaði til að nýta,“ sagði Sonja að lokum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)