Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. júní 2022

NTR ráðstefnan haldin á næsta ári á Íslandi

Arna Jakobína, nýr formaður NTR, bauð ráðstefnugestivelkomna til Íslands að ári liðnu.

NTR ráðstefnunni í Gautaborg er nú lokið. Við það tækifæri sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, að áskoranir á vinnumarkaðnum á Íslandi og á Norðurlöndunum séu mjög miklar og erfiðar.

„Við stöndum frammi fyrir því að nú er vöruskortur í heiminum, hækkandi hrávöruverð sem hefur mikil áhrif á velsæld samfélanna og óvissan í heiminum vofir yfir höfðinu á okkur öllum. Á Íslandi eru kjarasamningar lausir í haust og kröfurnar um styttingu vinnuvikunnar, samþættan vinnumarkað, eins og við höfum verið að ræða um á ráðstefnunni, bætist við.

 

Við þurfum að hætta að elta hvort annað, sagði Arna Jakobína við ráðstefnugesti, og að vinna betur saman að sameiginlegum lausnum og öðrum fjölbreyttum vandamálum um framtíðarvinnumarkaðinn eins og fjallað hefur verið um á þessari vel heppnuðu ráðstefnu. Varðandi jafnnréttismálin, þá tel ég mjög hættulegt að launabilið aukist á milli kvenna og karla. Það má ekki blikka auga, þá eykst launabililð. Þessi barátta fyrir jöfnun launum fyrir sömu störf karla og kvenna er viðvarandi.

Hér hefur verið rætt um símenntun, stafræna þrónun og hæfni. Í því sambandi er raunfærnimat einna mikilvægast til að geta styrkt sig tæknilega á vinnumarkaði og er líklega eina leiðin til að fá mat á sinni hæfni til starfa ásamt mat á því hvað þurfi til til að gera sig hæfari á vinnumarkaði með tilliti til framtíðarinnar.“

Í lok ráðstefnunnar bauð Arna Jakobína, sem tekur nú við embætti formanns NTR af Veronicu Magnusson, til næstu ráðstefnu sem haldinn verður 26.-28. júní í Reykjavík á næsta ári.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)