Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. ágúst 2022

NSO-ráðstefna: Lögleiðing lágmarkslauna

Kristin Alsos, rannsóknarstjóri FAFO.

Hafa ber í huga að Norðurlöndin eiga ríka hefð í að samið sé um í kjarasamningum um lágmarkslaun og því getur þessi tilskipun skaðað það vinnumarkaðslíkan.

Nú stendur yfir ráðstefna NSO í Halden í Noregi. Á ráðstefnunni hittast formenn og starfsfólk stéttarfélaga á Norðurlöndunum: Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlands og Færeyja og ræða kjaramál, öryggismál vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, um framtíðarvinnumarkaðinn og velferð opinberra starfsmanna.

Níu manna hópur úr stjórn Sameykis ásamt starfsmönnum sækir ráðstefnuna sem stendur yfir í þrjá daga.

Kristin Alsos, rannsóknarstjóri FAFO sem er sjálfstæð norsk félagsvísindarannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í vinnumarkaðasmálum og kjarasamningum, fjallaði um tilskipun ESB um lögbundin lágmarkslaun og hvers vegna Norðurlöndin eru á móti löggjöfinni.

„Uppruni lögfestingar lágmarkslauna er upprunalega komin frá Þjóðverjum en hugmyndin að þessum lögum er ekki enn búið að lögfesta á þingi ESB. Þegar þau verða samþykkt á þingi ESB munu aðildarlöndin hafa tvö ár til að staðfesta þau. Ástæða þess að Norðurlöndin hafa ekki áhuga á að lögfesta tilskipun ESB um lágmarkslaun er sú að á Norðurlöndunum er samband milli vinnuveitenda og launafólks í gegnum aðild að stéttarfélögum og kjarasamningum sem þau gera. Fyrst er samið um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði sem svo opinberi vinnumarkaðurinn leggur út frá í sínum kjarasamningum. Vegna þessa m.a. þykir Norðurlöndunum þetta ekki nauðsynleg né eftirsóknarverð löggjöf. Þá eru lágmarkslaun í öðrum löndum innan ESB mun lægri en á Norðurlöndunum og má þar telja lönd fyrrum Sóvétríkjanna við Eystrasalt og sunnar í álfunni.

Þá er ólíklegt er að þessi löggjöf virki þar sem kaupmáttur er ólíkur í ríkjum Evrópusambandsins og Norðurlandanna og ekki sé raunhæft að ákveða hver lágmarkslaunin eigi að vera þvert á öll lönd innan ESB. Löggjöfin getur komið sér vel þar sem lágmarkslaunin eru lág en illa fyrir þau lönd þar sem lágmarkslaunin eru hærri. Það er allt að 60 prósenta munur á lágmarkslaunum á Norðurlöndunum og öðrum löndum innan Evrópusambandsins og mörg lönd sem ná ekki þeim lágmarklaunum innan ESB.  En þessi löggjöf mun eflaust koma þeim vel og því ættu öll lönd þar sem lágmarkslaun ná ekki tilskipun Evrópusambandsins að staðfesta þessa löggjöf. Hafa ber í huga að Norðurlöndin eiga ríka hefð í að samið sé um í kjarasamningum um lágmarkslaun og því getur þessi tilskipun skaðað það vinnumarkaðslíkan.

 

Ísland sker sig úr vegna þess að þar er skylda að launafólk sé í stéttarfélögum, [innskot blaðamanns. Heimilt er að standa utan stéttarfélaga en þeim sem það kjósa er eftir sem áður skylt að vinna eftir lögbundnum kjarasamningum], og því eru lágmarkslaun há þar miðað við önnur lönd á Norrænum vinnumarkaði. Norski atvinnumálaráðherrann sagði að ESB ætti ekki að skipta sér að þeirra vinnumarkaði og stéttarfélagsbaráttu og auk þess ætti Evrópusambandið ekki lögsögu til að móta launastefnu norrænu landanna.

Auk þess var gagnrýnt að slíkar innleiðingar gætu eyðilagt vinnumarkaðinn og samband vinnuveitenda og launafólks. Einnig eru tryggð lágmarkslaun með kjarasamningum stéttarfélaganna en þó sjáum við að ríki Norðurlandanna eiga í nokkrum vandræðum með að halda lágmarkslaunum sem samið er um í kjarasamningum, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Tilskipanir ESB um lágmarkslaun myndu auk þess veikja stéttarfélagasvitund og baráttu launafólk fyrir betri kjörum. Þá er alls óvíst hvaða hag þeirra 25 milljóna launafólks í Evrópusambandinu hafa af þessari innleiðingu,“ sagði Kristin Alsons í sínu áhugaverða erindi.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)