Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. september 2022

Engin jafnréttisparadís á íslenskum vinnumarkaði

Dagný Pind Aradóttir, lögfræðingur BSRB.

Dagný Pind Aradóttir, lögfræðingur BSRB, skrifar pistil og lýsir því að íslenskur vinnumarkaður sé ekki sú jafnréttisparadís sem haldið er fram. Samkvæmt rannsóknum hefur um þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði orðið fyrir kynferðilegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað.

Dagný Pind skrifar að rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna.

„Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu.“

Þá segir hún í pistli sínum að BSRB taki þessar niðurstöður alvarlega og telji að stjórnvöld og vinnustaðir þurfi að bregðast strax við og að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu.

Lesa má pistil Dagnýjar Pind Aradóttur hér.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)