Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. september 2022

Rangt hjá SI að opinberir starfsmenn leiði launaþróunina

Sigurður Hannesson framkæmdastjóri SI kynnti skýrsluna.

Í skýrslu Samtaka iðnaðarins sem kynnt var á ársfundi samtakanna koma fram 26 tillögur sem eru á þann veg að eigendur fyrirtækja vilja borga minna til ríkisins en fá meira frá því. Samtökin vilja að skattar sem lagðir eru á fyrirtækin og eigendur þeirra verða lækkaðir, þeir vilja meiri styrki úr ríkissjóði til vöruþróunar og einkavæða ýmsa þjónustu sem ríkið veitir og að opinberum samkeppnisrekstri verði hætt.

Í skýrslunni er því haldið fram að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina og segja að laun þeirra hafi hækkað um 18,7 prósent samanborið við 14 prósent á almenna vinnumarkaðnum. Þetta er rangt og kemur fram samanburðatöflu Hagstofu Íslands um launamuninn milli markaða í samsetningu reglulegra launa fullvinnandi á mánuði árið 2021. Í mælingum Hagstofu Íslands segir að regluleg laun á almenna vinnumarkaðnum séu alls 689 þús. á mánuði en 627 þús. á mánuði á opinbera vinnumarkaðnum hjá Reykjavíkurborg, og 619 þús. hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur.

Því er einnig haldið fram að opinberum starfsmönnum fjölgi gríðarlega án þess að minnst sé á mannfjölda né tekið tillit til öldrunar þjóðarinnar. Samtökin vilja draga úr verklýðs- og kjarabaráttu og segja æskilegt að semja um kaup og kjör innan fyrirtækjanna sjálfra við sitt starfsfólk. Þá vilja samtökin lækka launatengd gjöld og fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, draga úr eftirlit með fyrirtækjunum og einkavæða það.


Tillögur SI að breyttu samfélagi

1. Styðja við nýjar útflutningsstoðir þannig að þær fái svigrúm til að vaxa.
2. Nýta þá fjölmörgu þætti sem hafa áhrif á stöðugleika og vinna þar með að fjölbreyttum umbótum.
3. Beita hagstjórnartækjum þannig að stutt verði við framboðshlið hagkerfisins.
4. Ná kjarasamningum sem renna stoðum undir stöðugleika auk þess að einfalda kjarasamninga og láta þá taka mið af vexti nýrra atvinnugreina.
5. Lækka íþyngjandi álögur.
6. Nýta efnahagslega hvata til að ná fram stefnumarkmiðum.
7. Lækka tryggingagjald og endurskoða grundvöll þess.
8. Endurskoða fyrirkomulag fasteignaskatta með það að markmiði að minnka álögur á fyrirtæki og auka stöðugleika við innheimtu skattsins.
9. Samræma virðisaukaskattskerfið og tryggja þannig sanngjarna og skilvirka framkvæmd til að koma í veg fyrir að virðisaukaskattur veiki samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja.
10. Gera þjónustugjöld gagnsærri.
11. Gæta hófs við álagningu umhverfisgjalda og tryggja að þau skili sér í umhverfis- og loftlagsaðgerðir.
12. Setja skýran lagaramma um heimildir sveitarfélaga til innheimtu innviðagjalda.
13. Tryggja jafnræði fyrirtækja á markaði.
14. Bæta lagasetningu með víðtækara mati á íþyngjandi áhrifum nýrra ákvæða.
15. Greina íslenska hagsmuni markvisst og tímanlega við þróun Evrópureglna og fylgja mikilsverðum hagsmunum eftir af festu.
16. Innleiða Evrópureglur án íþyngjandi viðbótarkvaða.
17. Birta skrá yfir opinberar eftirlitsreglur.
18. Einfalda framkvæmd eftirlits og útvista til einkaaðila
19. Samræma stjórnsýslu sveitarfélaga.
20. Einfalda meðferð kæru mála.
21. Bæta eftirlit með lögvernduðum iðngreinum.
22. Gera samkeppniseftirlit hraðvirkara og fyrirsjánlegra.
23. Draga úr opinberum samkeppnisrekstri og tryggja samkeppnislegt hlutleysi á markaði.
24. Auka markvisst útvistun hins opinbera á sérfræðiþjónustu.
25. Vanda betur gerð útboðsskilmála og framkvæmd opinberra innkaupa og bæta eftirlit með þeim.
26. Bæta leiðbeiningar ríkisstofnana.

Hægt er að lesa skýrslu Samtaka iðnaðarins hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)