10. október 2022
Félagsfólk á norðurlandi flýgur ódýrara með Niceair

Verðmæti hvers gjafabréfs Niceair er að upphæð kr. 32.000.- en félagsfólk greiðir kr. 21.500.- fyrir hvert gjafabréf.
Sameyki hefur gert samning við norðlenska flugfélagið Niceair um ódýrara flug fyrir félagsfólk sitt í Sameyki sem hyggst fljúga frá Akureyri til áfangastaða flugfélagsins; Kaupmannahafnar og Tenerife.
Í samningnum kemur fram að félagsfólk má kaupa allt að sjö gjafabréf hvert á hverju almanaksári. Verðmæti hvers gjafabréfs Niceair er að upphæð kr. 32.000.- en félagsfólk í Sameyki greiðir kr. 21.500.- fyrir hvert gjafabréf.
Hægt er að kaupa gjafabréf hjá Niceair á Orlofshúsavef Sameykis, sjá hér.