Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. október 2022

Kröfugerð rædd á fulltrúaráðsfundi Sameykis

Kröfuganga félagsfólks í Sameyki 1. maí sl. Ljósmynd/Hari

Í dag var haldinn fundur Fulltrúaráðs Sameykis. Þar kynnti formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, fyrir fulltrúum félagsins væntanlega kröfugerð vegna komandi kjarasamninga sem losna í lok október og í desember á þessu ári, en það eru kjarasamningarnir við opinber hlutafélögin.

65 fulltrúar Sameykis mættu á fundinn sem haldinn var með fjarfundarformi að þessu sinni. Fulltrúarnir ræddu og skiptust á skoðunum um kröfugerðina og einstaka hluta hennar, orðalag og skilning. Kröfugerðirnar fara nú til lokavinnslu hjá hverri og einni samninganefnd áður en þær verða lagðar fyrir atvinnurekendur.

Morgunverðarfundir hafa verið haldnir með félagsfólki í Sameyki frá byrjun september um land allt. Síðasti morgunverðafundurinn verður haldinn í lok október. Eru þeir haldnir til að félagsfólk í Sameyki hafi möguleika á að koma sínum hugmyndum, kröfum um áherslur, og móta áfram kjarasamningsgerðina fyrir næstu kjarasamninga.

Áður hafði Trúnaðamannaráð Sameykis mótað drögin að þessum kröfugerðum á fundi sem haldinn var í síðustu viku eins og greint var frá á vef Sameykis.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)