Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. nóvember 2022

Fangaverðir mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett mynd/RÚV

Fangavarðarfélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, til málaflokks fangelsismála í landinu. Þá er því mótmælt harðlega að ráðherrann hafi slíkar hugmyndir í ljósi þess hve undir miklu álagi fangaverðir eru í störfum sínum í fangelsum landsins.

Í yfirlýsing Fangavarðafélagsins segir m.a.: Fangavarðarfélag Íslands mótmælir harðlega þeim niðurskurðarhugmyndum sem koma fram í minnisblaði dómsmálaráðherra, dagsett 22. nóvember 2022 til fjárlaganefndar Alþingis.

Í stöðu álags á fangaverði í fangelsum landsins í dag, eru slíkar hugmyndir ekki til að létta á áhyggjum fangavarða af stöðunni. Að hafa áhyggjur af verkefnum dagsins er nóg, þó ekki þurfi einnig að hafa áhyggjur af starfsöryggi sínu vegna mögulegra uppsagna á aðventunni.

FVFÍ skorar á fangelsismálastjóra, dómsmálaráðherra og Alþingi að tryggja strax, bæði starfsöryggi fangavarða, og öryggi í fangelsum landsins.

Lesa má viðtal við Victor Gunnarsson frá því í byrjun október þar sem hann sagði frá því mikla álagi sem fangaverðir eru undir í störfum sín. Auk þess sagði hann frá samskiptum sínum við stjórnvöld til að reyna að vekja athygli yfirvalda á málefnum fangavarða. Hægt er að lesa viðtalið við Victor hér.

Lesa yfirlýsingu FVFÍ hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)