Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. febrúar 2023

Hagsmunaðilar gera atlögu að velferðarsamfélaginu

Opinberir starfsmenn.

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, skrifar grein á visir.is og spyr forkólfa atvinnurekenda og fylgisveina hvort ekki sé betra að vita um hvað maður er að tala áður en rokið er í opið fundahald byggt á rangfærslum. Þá rekur hann til baka í greininni áróður samtaka vinnuveitenda á almenna vinnumarkaðnum að telja þjóðinni trú um að opinberir starfsmenn leiði launaþróun í landinu; að þeir njóti bestu launaþróunar á grunni lífskjarasamningsins og nú síðast að opinberir starfsmenn séu með hæstu launin á vinnumarkaði á ráðstefnu hagmunaðila þar sem greining þekkts hagfræðings byggist á 50 ára gömlum tölum um fjölda opinberra starfa.

„Þessi gamla aðferðarfræði við að afvegaleiða sannleikann, afbaka staðreyndir og þrástagast á vitleysunni, er bæði gömul og þaulreynd aðferð til að rugla umræðuna. Við þekkjum þessa aðferð bæði úr umræðum dagsins og við þekkjum hana einnig frá lærdómi sögurnar; hvernig staðreyndum hefur verið snúið á haus og heilu samfélögin leidd á forað sundurlyndis og ótta með skelfilegum afleiðingum. Þessi áhersla á að halda taktvisst fram einhverri endaleysu er ekki tilviljun, heldur ákvörðun um að vinna skipulega að því að ná fram tilteknum markmiðum. Þau markmið byggja oftar en ekki á ákveðum skilgreindum hagsmunum sem geta verið í stjórnmálum, viðskiptum, valdabaráttu og ýmsu öðru.“


Þórarinn segir að slík orðræða sem byggir á því að vekja upp hjá fólki vantraust á grunninnviði þjóðarinnar sé til að komast yfir þjónustuna sem ríkið veitir almenningi.

„Til áratuga hafa ráðandi stjórnmálaflokkar og tengdir hagsmunaaðilar leitt sameiginlega hagsmunabaráttu til að tryggja völd sín og hagsmuni. Markmiðið í þeirri baráttu er sölsa undir sig allt sem kalla má sameiginleg gæði og verðmæti samfélagsins, til hagsbóta fyrir sig, fjölskyldur sínar og vini. Eitt púslið í þessari mynd er að tryggja eftir mætti að opinbera stjórnsýsla og velferðarkerfið okkar allra, verði sem veikast.“

Þá bendir hann á að þegar skoðuð er dreifing reglulegra launa koma í ljós mikilvægar upplýsingar um hvernig launastigið og launaupphæðir dreifast á milli vinnandi fólks eftir heildarsamtökum þeirra. Tölurnar sýna að opinbert starfsfólk er allaf með lægri regluleg laun. Auk þess fjölgi störfum í grunnþjónustunni í hlutfalli við mannfjölda.

„Opinbert starfsfólk er alltaf með lægri regluleg laun innan hverra heildarsamtaka. [...] Það segir sig sjálft að með góðri og nauðsynlegri fjölgun landsmanna og fordæmalausri fjölgun ferðamanna, þurfa öryggis-, heilbrigðis- og félagskerfi landsins að bregðast við. Við þurfum fleira fólk til að sinna grunnþjónustunni eftir því sem þjóðinni fjölgar. Við getum einnig, ef við höfum nennu til, skoðað gögn sem sýna og segja okkur hver þróunin í starfsmannahaldi hins opinbera hefur verið. Á upplýsingasíðu stjórnvalda um opinber umsvif koma fram gagnlegar upplýsingar sem hæglega geta frætt þau sem vilja vita hver sé fjölgun eða fækkun opinberra starfsmanna og hlutfall launakostnaðar vegna starfa þeirra (opinberumsvif.is).“

Greinin birtist fyrst á visir.is

Einnig má lesa má grein Þórarins á vef Sameykis hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)