Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. mars 2023

Samið við RARIK

Sameyki stéttafélag í almannaþjónustu undirritaði í dag, mánudaginn 27. mars, framlengingu og breytingar á kjarasamningi frá 2019 við RARIK ohf. Nýi samningurinn er með gildistíma frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og felur því í sér afturvirkar greiðslur.

Samningurinn er á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið á almenna markaðnum að undanförnu. Kynningafundur fer fram kl. 14 í dag á Teams og hafa viðkomandi félagsmenn fengið tölvupóst þess efnis.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst kl. 13 á morgun þriðjudaginn 28. mars og lýkur kl. 12 fimmtudaginn 30. mars. Samninginn verður hægt að lesa á Mínum síðum undir Mín kjör. Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á Mínum síðum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)