13. september 2024
Tímarit Sameykis á leið til félagsfólks
Nú er 3. tbl. Sameykis á leið glóðvolgt úr prentsmiðju í pósti til félagsmanna. Í tímaritinu er fjallað um inngildinu og rætt er við félagsfólk hingað hefur komið til lands að starfa á vinnumarkaðnum og hafa reynslu af því að blandast íslensku samfélagi.
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er í forsíðuviðtali um þýðingu inngildingar. Hún er sérfræðingur á mennta- og menningarsviði hjá Rannís og er inngildingarfulltrúi Landsskrifstofu Erasmus+. Hún segir að orðið inngilding sé mjög gott vegna þess að það sé gagnsætt orð, og þýði að fólk sé viðurkennt eins og það er innan ákveðins hóps, hvort sem það er lítill hópur, vinnustaður eða samfélagið í heild.
Hlöðver Skúli Hákonarson, rannsóknastjóri Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, skrifar um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði en Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, segir að loknum kjarasamningum við ríki og sveitarfélög að um stóra breytingu sé um að ræða á íslenskum vinnumarkaði
nú í höfn þegar 36 stunda vinnuvika tekur formlega gildi.
Dísa Björg Jónsdóttir, deildarstjóri lífeyrisdeildar hjá LSR, og Þóra Jónsdóttir, sviðstjóri réttindasviðs Brúar lífeyrissjóðs, fjalla um lífeyrisréttindi.
Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur hjá BSRB, skrifar um alvarlegar afleiðingar kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum.
Þá er skop Halldórs Baldurssonar á síðum stað ásamt öðrum föstum liðum; Stoppað í matargatið, krossgátan, af vettvangi Sameykis o.m.fl.