19. september 2024
Krossgátan í Tímariti Sameykis vinsæl
Kolbeinn og Aldís segjast leysa krossgátuna í Tímariti Sameykis saman með morgunkaffinu.
Krossgátan og Sudoku þrautin er með föstum liðum í Tímariti Sameykis. Jafnan berast á annað hundrað lausnir frá félagsfólki sem freista gæfunnar. Dregið er út nafn með rafrænum hætti (lukkuhjóli) úr öllum innsendum svörum við gátunni.
Í síðasta blaði var hinn heppni Kolbeinn Arnbjörnsson sem var dregin út í lukkuhjólinu. Lausnarorðið í krossgátuunni í 2. tbl. 2024 var SKALARI.
Kolbeinn Hann var að vonum glaður með að vera dreginn út og sagði að glíman við að leysa krossgátur væri hvort tveggja í senn heilaleikfimi og samvinna.
„Takk fyrir. Gaman að heyra. Ég er mikill krossgátukarl og við konan mín Aldís byrjum hvern morgun á því að setjast niður með kaffibolla og krossgátu. Þetta er heilög stund sem við eigum saman á morgnana, svona heilaleikfimi. Ég mæli með þessu. Ef þú ert í hjónabandsvandræðum mæli ég með því að þú setjist niður með maka þínum og þið leysið saman krossgátur því það krefst mikillar samvinnu,“ segir Kolbeinn hlæjandi. „Annars er ég mjög glaður með að fá þennan vinninginn og þakka fyrir mig.“
Við hjá Sameyki þökkum Kolbeini fyrir góð ráð, óskum honum til hamingju með vinninginn og sendum þeim hjónum góðar krossgátukveðjur í morgunkaffinu.