23. desember 2024
Kjarasamningur Sameykis og Strætó bs. samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Strætó bs. lauk kl. 11:00 í dag.
Samþykkir samningnum voru 77,11 prósent, 20,48 prósent höfnuðu samningnum og 2,41 prósent tók ekki afstöðu. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 63,85 prósent þeirra sem voru á kjörskrá.
Hægt er að kynna sér kjarasamninginn inn á Mínum síðum Sameykis.