Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. janúar 2025

Fjölgun undirbúningstíma hjá deildastjórum í leikskólum Reykjavíkurborgar

Breytingin felur í sér að undirbúningstímar starfsfólks með deildarumsjón í leikskólum fara úr fimm tímum í átta tíma á viku miðað við fullt starf. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Á fundi starfskjaranefndar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Reykjavíkurborgar sem haldinn var 19. desember 2024 var samþykkt breyting á gr. 2.2.3.1. sem fjallar meðal annars um undirbúnin starfsfólks með deildarumsjón í leikskólum Reykjavíkurborgar.

Breytingin felur í sér að undirbúningstímar starfsfólks með deildarumsjón í leikskólum fara úr fimm tímum í átta tíma á viku miðað við fullt starf. Annað í grein 2.2.3.1. stendur óbreytt.

Í framhaldi af fundi starfskjaranefndar undirrituðu aðilar fundargerð 25. nóvember 2024 þar sem umræddar breytingar voru samþykktar af fulltrúum Sameykis og Reykjavíkurborgar sem sitja í starfskjaranefnd. Skóla- og frístundasvið gefur út leiðbeiningar um viðmið um undirbúningstíma deildarstjóra og starfsfólks í leikskólum sem fengin eru verkefni sem krefjast undirbúnings.

Í fundargerðinni má sjá umrædd viðmið hér.
Um undirbúningstíma deildarstjóra má sjá í gr. 2.2.3.1 í kjarasamningi aðila hér.