Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. febrúar 2025

Stjórnvöld verða að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS, skrifar í Tímarit Sameykis um stöðuna á húsnæðismarkaðnum. Hann segir að stjórnvöld verði bæði að líta til skemmri og lengri tíma til þess koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn og tryggja að húsnæði sé til á viðráðanlegu verði.

„Þrengt hefur að heimilum, þar sem kaupverð og leiguverð íbúða hefur hækkað töluvert á nýliðnu ári, á sama tíma og vextir hafa hækkað og væntingar eru um kólnandi hagkerfi á næstunni. Hins vegar hefur eftirspurnin eftir húsnæði haldist töluverð. Þessi staða er nokkuð undarleg en á sér eðlilegar skýringar. Húsnæðiskaup Grindvíkinga, auk óuppfylltrar íbúðaþarfar, hafa aukið eftirspurnarþrýsting á húsnæðismarkaði, sem leiðir að öðru óbreyttu til hærra húsnæðisverðs. Stjórnvöld þurfa að bregðast við þessum áhrifum, vilji þau tryggja stöðugleika í húsnæðismálum.“

Jónas Atli segir í grein sinni að íbúðaþörfin hafi vaxið vegna fólksfjölgunar og að þörfinni hafi ekki verið mætt á húsnæðismarkaðnum. Þá segir hann að verði ekki aukið við uppbyggingu húsnæðis má búast við eigi erfiðara en áður að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

„Við hjá HMS teljum að skýra megi þessa undarlegu stöðu á húsnæðismarkaðnum með vaxandi íbúðaþörf, sem við höfum ekki náð að sinna. Íbúðaþörfin hefur aukist töluvert á síðustu árum vegna mikillar fólksfjölgunar, en samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaga hefðu 4.200 fullbúnar íbúðir átt að koma inn á húsnæðismarkaðinn í fyrra. Þær voru hins vegar ekki nema um 3.700, þannig að rúmlega 500 íbúðir vantaði til að sinna íbúðaþörfinni. Til lengri tíma skiptir íbúðaþörf þó höfuðmáli í þróun á kostnaði húsnæðis. Verði ekki byggt í samræmi við þörf í langan tíma má búast við meiri undirliggjandi eftirspurnarþrýstingi sem gerir fólki enn erfiðara fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“

Lesa grein Jónasar Atla hér.