Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. febrúar 2025

Vinda þarf ofan af faraldri kynferðisofbeldis

Drífa Snædal, talskona Stígamóta: „Það er því til mikils að vinna að vinda ofan af þeim faraldri kynbundins ofbeldis og kynferðisofbeldis sem fengið hefur að þrífast um ævi og aldir gegn konum.“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir í grein í Tímariti Sameykis: „Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er faraldur í heiminum og hefur sennilega fylgt okkur um aldir. Það er því miður ekki í rénun eins og öll tölfræði sýnir og sannar, og rannsóknarverkefni í sjálfu sér af hverju við náum framfaraskrefum í jafnrétti í samfélaginu, hinu sýnilega, en ekki í einkalífinu, hinu ósýnilega.“

Þá segir hún að meðal þess sem fram kemur í gögnum frá landlæknis, er að 22% fólks sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi greinir frá kulnun eða örmögnun á móti 8% þeirra sem hafa ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Það þarf varla frekari vitnanna við,“ segir Drífa og bætir við: „Það er því til mikils að vinna að vinda ofan af þeim faraldri kynbundins ofbeldis og kynferðisofbeldis sem fengið hefur að þrífast um ævi og aldir gegn konum, ekki aðeins fyrir einstaklingana sem verða fyrir því heldur fyrir samfélagið allt. Það er hægt að útrýma ofbeldi, við verðum að trúa því og hafa sjálfstraust í verkefnið.“

Lesa má grein Drífu Snædal, talskonu Stígamóta hér.