Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. júní 2025

Miðar í sumarferð Lífeyrisdeildar

Það verða þrjár ferðir um Suðurnesin undir leiðsögn Harðar Gíslasonar. Uppselt er í ferðina sem verður 19. júní en enn eru lausir miðar í ferðirnar þriðjudaginn 24. júní og fimmtudaginn 26. júní.
Lagt verður af stað frá Tækniskólanum við Háteigsveg kl. 10. Keyrt verður til Grindavíkur og afleiðingar gossins skoðaðar. Boðið verður upp á léttann hádegisverð á veitingarstað í Grindavík. Aðsetur varnarliðsins á Miðnesheiði verður skoðaður, sagðar sögur frá komu og dvöl hers á Miðnesheiði. Sagt frá uppbyggingu mannvirkja og búnaðar, sumt horfið í tímans djúp, önnur standa enn og hafa hlutverk. Að því loknu verður ekinn hringur um Miðnes með viðkomu á Hvalsnesi, Sandgerði og Garði. Boðið verður upp á kvöldverð í Garðskagavita og áætluð koma í bæinn verður um kl. 20.
Félagsfólk í Lífeyrisdeild má bjóða með sér einum gesti. Verð er 8.000 kr. á mann með öllu inniföldu. Hægt er að kaupa miða í gegn um Orlofshúsavef Sameykis.