Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. júní 2025

Ánægulegar sumarferðir Lífeyrisdeildar um Suðurnesin

Þrjár ferðir voru farnar með félagsfólki í Lífeyrisdeild Sameykis um Suðurnesin undir leiðsögn Harðar Gíslasonar. Farið var 19., 24. og 26. júní.

Lagt var af stað frá Tækniskólanum við Háteigsveg kl. 10 og keyrt til Grindavíkur þar sem afleiðingar gossins voru skoðaðar. Boðið var upp á léttann hádegisverð á veitingarstað í Grindavík. Þá var aðsetur varnarliðsins á Miðnesheiði skoðað, sagðar sögur frá komu og dvöl hers á Miðnesheiði. Sagt frá uppbyggingu mannvirkja og búnaðar, sumt horfið í tímans djúp, önnur standa enn og hafa hlutverk. Að því loknu var ekinn hringur um Miðnes með viðkomu á Hvalsnesi, Sandgerði og Garði. Boðið var upp á kvöldverð í Röstinni við Garðskagavita.

Hér eru myndir úr ferðunum þremur