17. október 2025
Sameyki hvetur til þátttöku í Kvennaverkfalli 2025

Kvennaverkfall 2025 verður haldið föstudaginn 24. október.
Kvennaverkfall 2025 verður haldið föstudaginn 24. október, þegar konur og kvár um allt land leggja niður störf til að minna á mikilvægi jafnréttis í orði og á borði. Sameyki hvetur allt félagsfólk sitt til að taka virkan þátt í deginum, hvort sem er með því að leggja niður launuð eða ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975 og mæta á samstöðufundi.
Í Reykjavík verður söguganga sem hefst kl. 13:30 og í framhaldi fundur á Arnarhóli.
Kvennaverkfallið er táknræn áminning um að enn sé langt í land með að ná raunverulegu jafnrétti á vinnumarkaði. Konur og kvár vinna enn meira ólaunað starf, bera meiri ábyrgð á umönnun og standa frammi fyrir kynbundnum launamun og með sameiginlegri þátttöku sýnum við að þessi staða er ekki ásættanleg og að breytingar eru nauðsynlegar núna strax.
Kröfur um aðgerðir eru meðal annars að uppræta kynbundið ofbeldi, leiðrétta vanmat á kvennastörfum, lögfesta rétt barna til leikskólavistar að loknu fæðingarorlofi, tryggja fræðslu um jafnrétti og kynbundið ofbeldi á öllum skólastigum.
TIME'S UP
- The Women's Strike // October 24th 2025
Fifty years have passed and the fight is not over. Reports of violence have increased, the gender pay gap gets wider and the division of labour at home is unjust. Equality is not on the horizon. That’s why we strike! We seek inspiration from the women and non-binary people that paved the way, as we walk through the milestones of the history of the fight for equality. Then we gather in solidarity by Arnarhóll or around the country. We are going to change society — together. For us. For women and non-binary individuals. For the future. Nothing can stop us.
WOMEN'S HISTORY MARCH
- Marching through the Milestones
The fighters of the past have set the course forward and made the milestones again and again. But with every step forward, we are forced to backtrack once again. To commemorate the 50 year anniversary of the first Icelandic Women’s Strike, we invite you to participate in a march through the history of the fight for equality. Get inspired by the achievements of the past. The Women’s History March starts in Sóleyjargata at 1:30 PM and ends at Arnarhóll, where we’ll gather for an outdoor meeting.
WE'LL SHOW UP UNTIL WE DON'T HAVE TO ANYMORE
We unite by Arnarhóll to reiterate our demands. Music, speeches and the power of solidarity — This is a global event, that you cannot miss.
Hér má finna á vefnum Kvennaár hvatningarbréf til atvinnurekenda og kvenna og kvára vegna dagsins.
Sjá frétt hér um viðburðinn á vef BSRB.
Hér má sjá kröfur Kvennaár
Hér má sjá viðburðinn á Facebook