Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Launatöflur St.Rv. 2015

Launatöflur 2015

Hér að neðan má sjá niðurstöður Launakönnunar St.Rv. 2015 í nokkrum töflum. Í töflunum eru gefin upp meðallaun starfsmanna eftir ýmsum bakgrunnsþáttum svo sem atvinnugrein og starfsstétt.

Athugið að meðaltal er ekki birt nema það séu fimm eða fleiri starfsmenn á bak við meðaltalið.

Launatöflur

1. Meðallaun eftir starfsstétt og kyni

2. Breytingar á grunnl. og heildarlaunum milli ára

3. Grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum

4. Heildarlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum

5. Meðallaun eftir atvinnugrein

6. Breytingar á grunn og heildarlaunum milli ára eftir atvinnugrein

7. Grunnlaun eftir atvinnugrein og bakgrunnsþáttum

8. Heildarlaun eftir atvinnugrein og bakgrunnsþáttum

 

Launatöflum skipt eftir atvinnugrein

9. Laun, Heilbrigðisþjónusta

10. Laun, Félagsþjónusta

11. Laun, Landbúnaður, orkustofnanir, skógrækt

12. Laun, Menntastofnanir, skólar og frístundaheimili

13. Laun, Íþrótta og tómstundastarf

14. Laun, Menningar og ferðamál

15. Laun, Opinber starfsemi og þjónusta

16. Laun, Önnur opinber starfsemi og þjónusta

17. Laun, Heilbrigðisþjónusta

 

Skýringar við launatöflur

Í launatöflunni sem birt er hér eru gefin upp meðallaun félagsmanna eftir ýmsum bakgrunnsþáttum, þó aðallega starfsstétt. Meðaltal launa er ekki birt nema fleiri en fimm félagsmenn hafi svarað í viðkomandi hópi. Launatölurnar í töflunni með heildar- og grunnlaunum mánaðar byggjast á svörum starfsfólks í 70-100% starfshlutfalli. Laun starfsfólks í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf. Auk meðaltals eru einnig birt miðgildi, 25% mörk og 75% mörk í töflunum. Þær tölur gefa til kynna launadreifingu í viðkomandi starfsstétt. Miðgildi skiptir svarendahópnum í tvennt, helmingur svarenda er með lægri laun en miðgildið segir til um og helmingur með hærri laun. Talan í dálkinum 25% mörk gefur til kynna að fjórðungur svarenda er með sömu eða lægri laun en þau sem birtast í dálkinum og eru þá 75% svarenda með hærri laun. Talan í dálkinum 75% mörk gefur hins vegar til kynna að fjórðungur svarenda er með hærri laun en tilgreind eru í dálkinum á meðan 75% svarenda eru með sömu laun eða lægri.

Á grundvelli þessara upplýsinga má sjá launadreifingu í viðkomandi hópi. Eftir því sem bilið breikkar má segja að erfiðara sé að gera sér grein fyrir því hvaða laun eru algengust í viðkomandi starfsstétt eða hópi. Aftur á móti eru launin einsleitari í hópum eftir því sem bilið á milli þessara talna er þrengra og þá er auðveldara að gera sér grein fyrir á hvaða bili algengast er að laun séu í hópnum eða starfsstéttinni. Einnig er hægt að bera saman mismun á meðaltali og miðgildi. Ef meðaltalið er hærra en miðgildið bendir það til þess að nokkrir svarendur í hópnum hafi töluvert hærri laun en meginþorri hópsins og hífi þannig meðaltalið upp. Ef meðaltalið er lægra en miðgildið eru að líkindum nokkrir svarendur með töluvert lægri laun en meginþorri hópsins sem dregur þannig meðaltalið niður. Ef litlu munar á miðgildi og meðaltali má segja að ákveðið jafnvægi ríki í launadreifingu hópsins.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)