Í launatöflunni sem reiknivélin byggir á eru gefin upp meðaltals laun félagsmanna eftir starfsheitum 2018. Meðaltal launa er ekki birt nema sex eða fleiri félagsmenn hafi svarað í viðkomandi hópi. Launatölurnar í töflunni með heildar- og grunnlaunum mánaðar byggjast á svörum starfsfólks í 70-100% starfshlutfalli. Laun starfsfólks í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starf.
Auk meðaltals eru einnig birt miðgildi, 25% mörk og 75% mörk í töflunum. Þær tölur gefa launadreifingu til kynna í viðkomandi starfsstétt. Miðgildi skiptir svarendahópnum í tvennt, helmingur svarenda er með sömu eða lægri laun en miðgildið segir til um og helmingur með sömu eða hærri laun. Talan í dálkinum 25% mörk gefur til kynna að fjórðungur svarenda sé með sömu eða lægri laun en þau sem birtast í dálkinum og eru þá 75% svarenda með sömu eða hærri laun. Talan í dálkinum 75% mörk gefur hins vegar til kynna að 25% svarenda sé með hærri laun en tilgreind eru í dálkinum á meðan 75% svarenda eru með sömu laun eða lægri.