Helstu niðurstöður
Í flokki stærri stofnana er stofnun ársins Norðlingaskóli en í flokki minni stofnana er Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar í fyrsta sæti.
Stofnun ársins - borg og bær er valin í tveimur flokkum líkt og síðustu ár, þ.e. stærri stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri og minni stofnanir með 5 til 49 starfsmenn.
Fyrirmyndarvinnustaðir
Í flokknum „stærri stofnanir,“ með 50 starfsmenn eða fleiri, eru fimm stofnanir valdar sem fyrirmyndarstofnanir. Í ár eru það auk Norðlingaskóla (sem var í öðru sæti á síðasta ári en sigraði árið á undan), Frístundamiðstöðin Ársel (sem lenti í 6. sæti á síðasta ári og 5. sæti 2018), ásamt Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, (sem bar sigur úr býtum í fyrra en lenti í 4. sæti árið 2018), og Laugarnesskóla.
Fyrirmyndarstofnanir (50 starfsmenn eða fleiri)
1. Norðlingaskóli
2. Frístundamiðstöðin Ársel
3. Frístundamiðstöðin Tjörnin
4. Frístundamiðstöðin Gufunesbær
5. Laugarnesskóli
Í flokknum „minni stofnanir,“ með 5-49 starfsmenn, eru einnig valdar fimm fyrirmyndarstofnanir en þær eru auk Aðalskrifstofu Akraneskaupstaðar (sem er í fyrsta sæti nú og lenti í öðru sæti í fyrra), Skrifstofa velferðarsviðs Rvk. (sem sigraði á síðasta ári), og Borgarsögusafn Reykjavíkur (sem einnig lenti í þriðja sæti í fyrra), ásamt Listasafni Reykjavíkur og Selásskóla.
Fyrirmyndarstofnanir (færri en 50 starfsmenn)
1. Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar
2. Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
3. Borgarsögusafn Reykjavíkur
4. Listasafn Reykjavíkur
5. Selásskóli
Hástökkvarar sveitarfélaga og borgarstofnana
Hástökkvari könnunarinnar er Umhverfis- og skipulagssvið (USK) Reykjavíkurborgar. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir allar stofnanir á bilinu 1-100 og síðan er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára.
Sameyki óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.