Flugávísanir/gjafabréf
Sameyki hefur gert samning við Icelandair um afslátt á gjafabréfum í flug bæði innanlands og erlendis en auk þess niðurgreiðir orlofssjóður félagsins bréfin.
Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa 7 gjafabréf frá Icelandair í flug á hverju almanaksári. Gjafabréf kostar 21.500 kr. en er að andvirði 30.000 kr. inneignar. Á gjafabréfinu er númer sem þarf að nota þegar flug er bókað.
Með sameiningu Icelandair og Air Iceland Connect verður hægt að nota Gjafabréf í flug sem keypt eru á vef félagsins frá Icelandair bæði í innanlandsflug og flug til útlanda. Ónotuð bréf sem félagsmenn hafa keypt áður og hafa ekki enn verið nýtt eru enn í gildi hjá Icelandair.
Flugfélagið Ernir
Félagsmenn Sameykis sem hafa lögheimili á landsbyggðinni á þeim stöðum sem Flugfélagið Ernir flýgur til geta sótt um endurgreiðslu á flugfari á hverju almanaksári að upphæð allt að 33.000 kr. Framvísa þarf flugmiða með nafni félagsmanns og kvittun.
Úrval - Útsýn
Félagar í Sameyki geta keypt tvö gjafabréf á hverju almanaksári upp í pakkaferðir með Úrval Útsýn til Almería á Spáni, Mallorca, Kanaríeyja og ferðir Úrvalsfólks.
Gjafabréfin er hægt að kaupa á Orlofsvefnum. Á bréfinu er númer sem nota þarf þegar ferð er bókuð.
Gjafabréf kosta 20.000 kr. en er að andvirði 30.000 kr. inneignar.