Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Úthlutunarreglur starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóðs vinnustaðir

Úthlutunarreglur styrkja til sviða og stofnana

 1. Stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og Sameyki stéttarfélags í almannaþjónustu geta sótt um styrki úr sjóðnum.
  Styrkir eru veittir til:
  a. skipulagðrar fræðslu á vegum Reykjavíkurborgar sem varða starfsmenn borgarinnar og er með tilvísun í starfsþróunaráætlun.
  b. skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra sviða sem varða starfsmenn þeirra og er með tilvísun í starfsþróunaráætlun.
  c. skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra vinnustaða sem varða flesta starfsmenn þeirra eða starfsmannahópa og er í samræmi við stefnu og megináherslur vinnustaðarins.
  d. skipulagðrar fræðslu á vegum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sem eflir félagsmenn í starfi.

 2. Fylla þarf út rafræna umsókn og senda til Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Með umsókn þarf að fylgja lýsing á náminu, skipulagi þess og markmiðum, áætluðum kostnaði og heildarfjölda þátttakenda og hlutfall félagsmanna og öðrum styrkjum. Hvatt er til samráðs við sjóðsstjórn áður en lagt er í viðameiri verkefni.

 3. Uppgjör fer fram þegar námi er lokið og staðfesting á kostnaði hefur verið lögð fram. Tilgreina þarf heildarfjölda þátttakenda og nöfn og kennitölur þeirra félagsmanna sem nýttu sér námið áður en styrkur er greiddur.

  Upphæð styrks
  - Vegna náms á vegum Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er greitt allt að 100 af reikningi.
  - Vegna náms á vegum sviðs eða vinnustaðar er greitt allt að 90% af reikningi.
  - Ferðir og gisting vegna ráðstefna eða námskeiða erlendis að kröfu vinnuveitanda sbr. gr. 5.7 í kjarasamningi aðila eru styrkt að hámarki um 110.000 fyrir hvern félaga. Styrkur vegna ráðstefnu- eða námskeiðsgjalda er allt að 80%. Þó er styrkur vegna einstaklings aldrei meira en 150.000 kr. samtals.

  Með hverri umsókn þarf að fylgja:
  - sundurgreining kostnaðar
  - ferðaáætlun og dagskrá sem stendur að lágmarki í 8 klst.
  - markmið ferðar og mat yfirmanns á því hvernig námsferðin muni nýtast í starfi.

Ekki er hægt að sækja um stofnanastyrk fyrir náms- og kynnisferðir.

Umsókn um styrk verður að berast skrifstofu sjóðsins innan árs frá lokum náms/verkefnis. Ekki er þó unnt að skila inn reikningi sem er eldri en 12 mánaða.

Ákvarðanir sjóðsstjórnar um úthlutun taka mið af fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.

Reglur uppfærðar febrúar 2019

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)