Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Úthlutunarreglur Vísindasjóðs

Reglur gilda frá og með úthlutun 15. janúar 2020

 1. Þegar vinnuveitandi hefur greitt iðgjöld í sjóðinn í 6 mánuði af síðustu 12, öðlast félagsmaður aðild að sjóðnum.
 2. Falli greiðslur í sjóðinn niður vegna veikinda, fæðingarorlofs, foreldraorlofs eða launalaus leyfis, í allt að 12 mánuði, skal meðhöndla þann tíma eins og um greiðslur hafi verið að ræða.
 3. Félagsmenn sem láta af störfum vegna aldurs halda aðild að sjóðnum í 6 mánuði eftir að greiðslu gjalda lýkur.
 4. Atvinnulausir halda aðild að sjóðnum í 3 mánuði eftir að greiðslu gjalda lýkur.
 5. Félagsmenn með annað móðurmál en íslensku geta sótt um styrk til íslenskukennslu þegar iðgjöld hafa verið greidd í sjóðinn í 1 mánuð. Að öðru leyti gilda ofantaldar greinar um aðild þeirra að sjóðnum.

Styrkir:

 • Starfstengd námskeið eru styrkt allt að 100%. Önnur námskeið eru styrkt samkvæmt mati sjóðsstjórnar.
 • Háskólanám er styrkt allt að 300.000 kr. á önn, þ.e. allt að tvisvar sinnum á ári.
 • Fræðibækur eru styrktar að hámarki 100.000 kr. á hverju almanaksári.
 • Ráðstefnur styrkur er veittur fyrir ráðstefnugjöldum, flugi og ferðum til og frá flugvöllum auk gistingar á ráðstefnutíma allt að 100%. Skila þarf inn sundurliðaðri kostnaðaráætlun, markmiði, dagsetningu, dagskrá ráðstefnu og mat yfirmanns á því hvernig ráðstefnan muni nýtast í starfi.
 • Náms- og kynnisferðir eru styrktar að hámarki 120.000 kr. vegna ferða og gistingar. Skila þarf inn sundurliðaðri kostnaðaráætlun, markmiði, dagsetningu, dagskrá ferðar og mat yfirmanns á því hvernig námsferð muni nýtast í starfi.

Úthlutað er úr sjóðnum 3 sinnum á ári og getur félagsmaður sótt um fyrir 15. janúar, 15. maí eða 15. september.

 • Námið skal fara fram á þeim tíma sem félagsmaður er í starfi eða er með sjóðsaðild.
 • Sækja þarf um styrk innan 12 mánaða frá því að námi lýkur.
 • Skila þarf inn kvittunum til að fá styrk greiddan.
 • Rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiðs erlendis.
 • Ekki er styrkhæft: Samgöngur innanbæjar, bensínkostnaður, bílastæðagjöld eða bílaleigubílar.
 • Greiðslukvittanir eiga að vera á nafni félagsmanns.

Ákvarðanir sjóðsstjórnar um úthlutun taka mið af fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.

Sótt er um í gegnum Mínar síður.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)