Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. mars 2020

Stjórn Sameykis mótmælir uppsögnum Isavia


Á fundi stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu sem lauk rétt í þessu var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu harmar það að Isavia skuli nú grípi til þess ráðs að segja upp fjölda starfsmanna í stað þess að nýta þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur boðið fyrirtækjum upp á vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu.

Það vekur furðu að rök Isavia fyrir því að nýta ekki úrræði ríkisins eru þau að með því séu þeir að sýna samfélagslega ábyrgð. Enda telji þeir úrræðin ekki eiga við fyrirtæki sem búa við góða fjárhagslega stöðu.

Stjórn Sameykis bendir á að ábyrgð fyrirtækisins er fyrst og fremst gagnvart starfsfólki þess og samfélaginu sem það býr í. Isavia hefur sagt upp yfir hundrað manns, en með að nýta úrræði ríkisins hefðu þær uppsagnir geta orðið töluvert færri. Starfsmenn Isavia skipa mikilvægan sess í grunnstoðum samfélagsins og því er mikilvægt að standa vörð um störf þeirra. Með uppsögnunum tapast mikil þekking og reynsla. Þetta fólk stendur nú frammi fyrir atvinnuleysi, engu ráðningarsambandi og óvissu ofan á allt annað sem gengur á í samfélaginu. ¬Þessar aðgerðir setja fjöldann allan af fólki í mjög erfiða stöðu á þessum óvissutímum.

Við hjá Sameyki áttum okkur á erfiðri stöðu sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði vegna Covid-19 veirunnar. Ástandið verður vonandi tímabundið og því teljum við að Isavia þurfi að leggja sig betur fram um að sýna alvöru samfélagslega ábyrgð. Við minnum á að í allri opinberri umræðu og í áherslum ríkisstjórnarinnar er áhersla lögð á að tryggja launagreiðslur og lágmarka þannig áhrif veirunnar á fjölskyldur og samfélagið allt meðan ástandið varir.

Vonir okkar allra standa til þess að þetta óvissutímabil gangi sem fyrst yfir þannig að samfélagið komist aftur á fyrri stað.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)