Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. desember 2020

Tvöföldun ríkisstjórnarinnar á frítekjumarki harðlega mótmælt

Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykisá fundi Trúnaðarmannaráðs.

Á fundi Trúnaðarmannaráðs Sameykis, sem haldinn 16. desember sl., var harðlega mótmælt hækkun á frítekjumarki fjármagnstekjuskatts úr 150 þúsundum í 300 þúsund krónur. 

Ályktunin var samþykkt af Trúnaðarmannaráði Sameykis og hljóðar svo:


Ályktun vegna frítekjumarks fjármagnstekjuskatts
Trúnaðarmannaráð Sameykis mótmælir hækkun á frítekjumarki fjármagnstekjuskatts úr 150 þúsundum í 300 þúsund krónur og þar af leiðandi því tekjutapi sem ríkissjóður verður fyrir vegna þessa.

Þessi tvöföldun frítekjumarksins þýðir lækkun skatta á þau 10% í íslensku samfélagi sem hafa hæstar vaxtatekjur. Einnig mun útvíkkun frítekjumarksins svo það nái einnig til arðs og söluhagnaðar leiða til aukins hvata til að komast hjá skattheimtu með því að auka arðgreiðslur á kostnað reiknaðs endurgjalds. Samanlagt er gert ráð fyrir að breytingarnar leiði til 1,6 til 2,0 milljarða króna tekjutaps fyrir ríkissjóð vegna ársins sem er að líða. Sameyki ályktar að á þessum tímum eigi ríkið ekki að hækka frítekjumarkið sem mun leiða til lægri tekna í ríkisjóð, skerða þjónustu stofnana ríkisins og leiða til niðurskurðar í opinberri þjónustu. Það mun valda keðjuverkun með lægra þjónustustigi og auknu álagi á starfsfólk.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)