Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn Sameykis eru um 300 talsins og mynda þétt tengslanet um land allt. 

Sameyki leggur mikla áherslu á að halda vel utan um trúnaðarmannahópinn sinn, enda eru þeir undirstaðan í öllu starfi félagsins.

Halda áfram

Trúnaðarmaður Sameykis er kosinn af félagsmönnum á vinnustað til að gegna því mikilvæga hlutverki að vera tengiliður milli félagsmanna á vinnustað og atvinnurekenda annars vegar og milli félagsmanns og stéttarfélags hins vegar. Trúnaðarmanni ber að gæta þess að samningar á milli atvinnurekenda og starfsmanna séu virtir og að ekki sé gengið á rétt starfsmanna. Þeir standa þó aldrei einir því stjórn og starfsmenn félagsins eru þeim til stuðnings við að leysa úr vanda sem upp kann að koma og heyrir undir starfssvið félagsins.

 

Ferðakostnaður eyðublað 

Reglur um ferða - og dvalarkostnað trúnaðarmanna

Vakin er athygli á því að trúnaðarmenn geta alltaf óskað eftir því að fá í heimsókn á vinnustaðinn forystu eða starfsmenn  félagsins til þess að kynna starfsemina eða ræða einstök málefni. Best er að hafa beint samband við Kristínu Ernu á skrifstofu Sameykis til að skipuleggja slíkar heimsóknir.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)