Fundir trúnaðarmanna Sameykis 2019 - 2021
Í trúnaðarmannaráði eiga sæti allir trúnaðarmenn Sameykis og stjórn Sameykis. Fagfélög sem eiga aðild að Sameyki hafa heimild til að skipa tvo áheyrnarfulltrúa í ráðið. Hákskóladeild Sameykis hafa rétt á að kjósa tvo fulltrúa í ráðið og Lífeyrisdeildin hefur heimild til að skipa 14 fulltrúa í ráðið.
Fundir í trúnaðarmannaráði Sameykis eru að lágmarki tveir á ári.
Hlutverk ráðsins er að fjalla um þau málefni á fundum sínum sem snerta vinnu og aðstöðu trúnaðarmanna í störfum sínum ásamt fræðslu um þau þjóðfélagsmál sem hæst ber hverju sinni og að gagni koma í störfum trúnaðarmanna. Einnig er það hlutverk trúnaðarmannaráðs að fjalla um kjara-og réttindamál starfsmanna, sérstaklega þegar gera á almenna kjarasamninga.
Fyrsti fundur nýkjörins trúnaðarmannaráðs haustið 2019 var miðvikudaginn 11. september kl. 13:30 - 16:00. Á þeim fundi var kosið í Fulltrúaráð Sameykis.