Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Trúnaðarmenn - Jákvæð og skapandi vinnustaðamenning

Kl: 9:03-09:03
Staðsetning: Vefnám

ATH Námskeiðið er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Örfá sæti í boði.

Á þessu stutta námskeiði verður rætt um nokkra lykilþætti árangursríkrar þjónandi leiðtogastjórnunar og skapandi vinnustaðamenningu. Þátttakendur fá tækifæri til að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum.

Vinnumarkaðsrannsóknir benda til þess að þrátt fyrir aukna sjálfvirkni þá er enn brýnna að stjórnendur og starfsfólk hafi færni á sviði mannlegra þátta til að halda velli í samkeppnisumhverfi samtímans. Þeirra á meðal eru eiginleikar eins og samskipti, frumkvæði, nýsköpun, þekkingaröflun- og miðlun, uppbyggilegt gagnrýnið hugarfar, samvinna og samningatækni. Sérstaklega er bent á að vinnustaðamenning þurfi að tryggja þætti sem stuðla að góðri heilsu, minnka líkur á kulnun og gæta þess að orka starfsfólks nýtist vel í skilgreind forgangsverkefni.

Það á að vera tilhlökkun að mæta til vinnu þar sem við vitum að við getum gert betur í dag en í gær.

Skráning og nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)