Nýliðafræðsla trúnaðarmanna
Kl: 10:45-12:00
Staðsetning: Fjarnám á Teams
Námskeiðið er fyrir trúnaðarmenn sem eru að stíga sín fyrstu skrefi í nýju hlutverki. Farið er í stuttu máli yfir uppbyggingu vinnumarkaðarins, hlutverk og þjónustu Sameykis, ákvæði í lögum um trúnaðarmanninn, ábyrgð og skyldur kjörinna fulltrúa ásamt umfjöllun um jafnréttishugtakið og inngildingu.
Markmiðið með námskeiðinu er að trúnaðarmaður:
- Þekki vel félagið sitt og viti hvar er hægt að finna upplýsingar um kjara- og réttindamál.
- Viti í hvaða lögum og reglum er fjallað um hlutverk trúnaðarmanns og þekki ákvæði um vernd.
- Sé meðvitaður um ábyrgð sína og skyldur sem kjörinn fulltrúi.
- Þekki til jafnréttishugtaksins og hvað inngilding þýðir.
Leiðbeinandi: Starfsfólk frá Félagsdeild Sameykis.