Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. desember 2020

Neysluhléin hverfa ekki

Haydeé Adriana Lira Nunez - Aðstoðarforstöðumaður í frístundaheimilinu Frostheimar. Ljósmynd/BIG

Neysluhléin eru eitt af því sem þarf að ræða sérstaklega og útfæra á hverjum vinnustað við styttingu vinnuvikunnar því nú verður hádegishléið inn í vinnutímanum, en ekki utan hans eins og áður.

Eitt af því sem starfsmenn ræða á hverjum vinnustað í tengslum við styttingu vinnuvikunnar er fyrirkomulag matartímans. Vinnuvikan styttist um allt að fjórar klukkustundir á viku, úr 40 í 36 klukkustundir með því að hafa hádegishléið innan vinnutímans.

Kaffihlé eru samtals 35 mínútur yfir daginn og teljast þau hluti af vinnutímanum. Hádegishlé töldust fyrir styttingu hins vegar ekki hluti af vinnutímanum. Það þýddi að starfsmaður sem tók 30 mínútur í mat fyrir styttinguna hefði vinnutími hans átt að vera til dæmis frá klukkan 8:00 til 16:30. Með styttingu vinnuvikunnar falla hádegishlé hins vegar inn í vinnutímann eins og fram hefur komið.

 

Starfsmenn kjósa um útfærsluna
Þróunin á undanförnum árum hefur verið sú á fjölmörgum vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu að starfsmenn nota launaða kaffitíma í hádeginu, taka 35 mínútur í hádegismat og vinna þannig til dæmis frá klukkan 8 til 16. Það þýðir ekki að starfsmennirnir hafi ekki fengið að taka neinar pásur fyrir eða eftir hádegi. Enda væri það skelfileg stjórnun á vinnustað að ætlast til þess að starfsmenn fái aldrei að taka pásur. Raunin hefur því verið sú að starfsmenn geta tekið hlé frá vinnu, spjallað við vinnufélaga og fengið sér kaffibolla bæði fyrir og eftir hádegi. Þau hlé hafa þó ekki verið tímasett sérstaklega, heldur taka starfsmennirnir pásur þegar það hentar miðað við þau verkefni sem unnið er að.

 

Útfærsla en ekki samningar
Við styttingu vinnuvikunnar verður fyrirkomulag líkt því sem hér er lýst tekið upp á vinnustöðum þar sem hámarks stytting verður tekin. Starfsmenn gefa eftir forræði á hádegishléi sem þýðir að þeir geta ekki notað þennan tíma til að sinna einkaerindum eða fara úr húsi þó þeir geti auðvitað farið á kaffistofu eða í mötuneytið á sínum vinnustað eins og áður. Þeir munu áfram fá kaffitíma og matarhlé, rétt eins og lýst var hér að ofan.

Sameyki samdi fyrir hönd félagsmanna sinna um að stytting vinnuvikunnar væri með þessu fyrirkomulagi; að færa hádegishléið inn í vinnutímann og ná þannig fram styttingu vinnuvikunnar í 36 klukkustundir á viku. Starfsmenn kjósa svo um útfærsluna á vinnustaðnum. Neysluhléin halda sér eftir sem áður með þeirri breytingu að þau eru nú innan vinnutímans.

 

Jón Óðinn Reynisson – Tollvörður í Reykjavík. Ljósmynd / BIGJón Óðinn Reynisson – Tollvörður í Reykjavík. Ljósmynd / BIG

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)