Mikil samstaða meðal félagsfólks
BSRB stóð fyrir baráttufundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær vegna kjaradeilu bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Mikil baráttu- og......
1. gr.
Á vef Sameykis og í tímariti þess er fréttum, fræðslugreinum og upplýsingum miðlað til félagsmanna og starfsmanna Sameykis, sem og til fjölmiðla og annarra sem vilja fylgjast með því sem fram fer á vettvangi þess.
2. gr.
Kynningarfulltrúi Sameykis er jafnframt ritstjóri vefs og tímarits Sameykis. Ritstjórinn undirbýr og velur efni sem fer inn á vefinn og í tímaritið, að höfðu samráði við formann Sameykis ef álitamál koma upp. Allt sem sett er inn á vefinn skal vera satt og rétt eftir því sem best er vitað þegar efnið er sett inn. Verði á því misbrestir skal leiðrétta þá svo fljótt sem auðið er.
3. gr.
Ritstjórnarstefna Sameykis skal vera aðgengileg á vef þess. Þá eru allar nýjar ályktanir sem Sameyki samþykkir settar inn á vefinn.
4. gr.
Á vef og í tímariti Sameykis birtast reglulega fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu hverju sinni. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á fréttaefni og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
5. gr.
Pistlar og leiðaragreinar eftir formann Sameykis og aðra talsmenn þess birtast reglulega á vef stéttarfélagsins. Þar eru settar fram skoðanir forystu Sameykis á ákveðnu máli eða málum. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á pistla og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
6. gr.
Sameyki leitast við að birta fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu eftir því sem unnt er. Formaður, og eftir atvikum starfsmenn Sameykis, geta óskað eftir því að fjallað sé um ákveðið efni á vefnum. Ritstjóri leggur sjálfstætt mat á efnið og tekur ákvörðun um hvort það verði birt óbreytt, efni unnið úr því og birt, eða efnið ekki birt á miðlum þess. Sú ákvörðun er meðal annars tekin út frá því hvort efnið er talið eiga erindi við lesendur, framboði á öðru efni á þeim tíma sem það berst og hagsmunum Sameykis af birtingu efnisins.
7. gr.
Stjórn Sameykis tekur endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu fyrir vef og tímarit Sameykis. Allar breytingar á ritstjórnarstefnu skal leggja fyrir stjórn Sameykis til samþykktar eða synjunar.
BSRB stóð fyrir baráttufundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær vegna kjaradeilu bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Mikil baráttu- og......
Í dag í tilefni af Alþjóðlega vinnuverndardeginum sem var 28. apríl sl. skorar Efnahags- og félagsmálanefnd ......
Við hvetjum félagsfólk í Sameyki sem nú eru í verkföllum á Akranesi og Seltjarnarnesi til að mæta á baráttufund BSRB í Bæjarbíói ......
Formaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, birtir á samfélagsmiðli launaseðla tveggja leiðbeinenda á leikskólum....
Atkvæðagreiðslum um gildingu kjarasamninga Sameykis við Klettabæ annars vegar og Vinakot hins vegar er lokið ......
Á undanförnum árum hefur nýfrjálshyggjan markvisst unnið að því að veikja almannaþjónustuna ......
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á......
Í fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028 sem ríkisstjórnin lagði fram í lok mars sl. er líkt og áður mikið gert úr þeim launahækkunum sem gerðar hafa......
Öll börn á Íslandi eiga jafnan rétt á öryggi, menntun, bestu mögulegri heilsu og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Þessi réttur er þeim......
Á tímum mikillar verðbólgu eins og er í samfélaginu núna erum við rækilega minnt á áhrif verðlags á kjör (ef svo ólíklega vildi til að einhver hafi......
Á undanförnum vikum og mánuðum hafa stéttarfélög og launagreiðendur staðið í ströngu við gerð kjarasamninga. Þegar þetta er skrifað hefur Sameyki......
Á árunum eftir seinna stríð komu fram upplýsingar um gríðarlega leynireikninga og faldar eignir Íslendinga. Stærstu innflytjendur landsins hlutu þunga......
Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)