Réttur lífeyrisdeildar í Orlofssjóð
Félagsmenn halda punktaeign sinni þegar þeir færast yfir í lífeyrisdeild og geta klárað að nýta punktana sína en ekki er um frekari punktaávinnslu að ræða. Vetrarleiga kostar ekki punkta en sumarleiga kostar punkta.
Félagar hafa rétt á að sækja rafrænt um orlofshús í sumar nema á 7 vikna tímabili sem er frá 18. júní - 1. ágúst 2022. Þær vikur sem ekki leigjast út fara svo í almenna úthlutun sem félagar í lífeyrisdeildinni hafa rétt á að bóka til jafns við aðra. Félagsmenn í lífeyrisdeildinni greiða sömu leigu og aðrir félagar.
Ef í ljós kemur að félagar í Lífeyrisdeild framleigja orlofshús til þriðja aðila munu þeir fá áminningu eins og aðrir félagsmenn Sameykis sem getur leitt til þess að þeir fái ekki að leigja orlofshús. Ætlast er til að félagsmaðurinn sé sjálfur með í för.
Félagar í lífeyrisdeild hafa rétt til þess að nýta sér aðra þá orlofsmöguleika sem Sameyki býður upp á. Þar má nefna gjafabréf í flug, ferðaávísanir, veiði- og útilegukort o.fl. sem auglýst er á vefsíðu Sameykis hverju sinni.