Félagsmenn Sameykis geta sótt um sérstakar orlofsávísanir að andvirði 30.000 kr. á sama hátt og sótt er um orlofshús og íbúðir á Orlofsvef meðan á umsóknarferli sumarúthlutunar stendur. Fær félagsmaður mögulega annað hvort orlofshús eða orlofsávísun úthlutað. Orlofsávísanirnar eru gefnar út í takmörkuðum fjölda. Orlofsávísanirnar gilda fyrir orlofstilboð innanlands sumarið 2022, frá 27. maí til 26. ágúst. Félagsmaður sem fær úthlutað orlofsávísun framvísar kvittunum eftir að ferð að eigin vali er lokið og fær andvirði orlofsávísunar greitt inn á bankareikning sinn gegn framvísun gildra kvittana. Kvittanir verða að vera löglegar frá viðkomandi söluaðila og innan tímabilsins 27. maí - 26. ágúst 2022. Kvittanir verða að vera með nafni og kennitölu félagsmanns til þess að fást greiddar.
Orlofsávísanir gilda fyrir:
- Gistingu utan orlofskerfis, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
- Leigu fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna.
- Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
- Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum.
- Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/ eða almennum ferðakostnaði, svo sem fargjaldi í flugi, rútu eða með ferju, nema það sé hluti af skipulagðri hópferð. Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir þjónustu sem Sameyki eða önnur stéttarfélög bjóða sínum félögum.