Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Starfsþróunarstyrkir

Fyrir þá sem vinna hjá Ás styrktarfélagi, Fríhöfn, Isavia, Klettabæ, Matís, Rarik, ríkisstofnunum, RÚV, SÁÁ, SFV, sjálfseignastofnununum, Skálatúni og Vinakoti. Athugið að þeir sem eru í störfum sem krefjast háskólamenntunar og eiga rétt á styrk úr Vísindasjóði eiga ekki rétt á starfsþróunarstyrk. 

 

Sótt er um styrki í gegnum Mínar síður.
Starfsþróunarstyrkir eru ætlaðir til að efla enn frekar starfsþróunarmöguleika félagsmanna og tengjast starfsþróunaráætlun stofnana eða starfsþróun umsækjenda. Með starfsþróunarstyrkjum gefst félagsmönnum tækifæri til að fá styrki vegna fræðslu sem tengist starfsþróunaráætlun umsækjenda eða er liður í starfsþróun hans samkvæmt staðfestingu yfirmanns. 
Stjórn starfsmenntunarsjóðs sér um úthlutanir starfsþróunarstyrkja. Hún er skipuð 6 fulltrúm, 5 sem kosnir eru á aðalfundi til þriggja ára í senn og einum tilnefndum úr stjórn Sameykis. Stjórn sjóðsins heldur fund einu sinni í mánuði, nema í júlí, ásamt fulltrúa frá skrifstofu Sameykis. Þar er fjallað um þær umsóknir sem borist hafa hverju sinni.Stjórn starfsmenntunarsjóðs setur sér úthlutunarreglur á hverjum tíma sem miðast við þarfir umsækjenda og ráðstöfunarfé sjóðsins.

Stjórn starfsmenntunarsjóðs
Arnbjörg Gunnlaugsdóttir frá Háskóla Íslands
Ólafía Lilja Sævarsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins
Páll Svavarsson frá Hafrannsóknarstofnun
Svanhildur Steinarsdóttir frá Námsmatsstofnun
Þórdís Viborg frá Vinnumálastofnun
Þórey Einarsdóttir frá Sjálfsbjargarheimilinu (tilnefnd af stjórn)
* SFV: Ás, Eir, Grund, Hömrum, HNLFÍ, Hrafnistu Hafnarfirði, Hrafnistu Kópavogi, Hrafnistu Reykjavík, Hrafnistu Hlévangi, Hrafnistu Nesvöllum, Krabbameinsfélaginu, Mörk, Sjálfsbjargarheimilinu, Skjóli, Skógarbæ og Vigdísarholti (Sunnuhlíð).

** Sjálfseignarstofnanir: Bændasamtök, Búnaðarsambönd, Dansmennt, Fjölmenningarsetur, Fjölmennt, Gigtarfélag, Heilsustofnun NLFÍ, Kirkjugardar Reykjavíkurprófastdæma, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Listaháskóli Íslands, MS félagið, Norræna húsið, Reykjalundur, Staðlaráð Íslands, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Tækniskólinn og Viðlagatrygging.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)