Orlofshús og íbúðir
Sameyki á og rekur 70 eignir innanlands og 3 eignir á Spáni og er auk þess með fjölmörg hús og íbúðir til framleigu yfir orlofstímann á sumrin.
Stjórn orlofssjóðs ákveður hvaða önnur orlofstilboð eru í boði hverju sinni yfir sumartímann og eru þau auglýst í Orlofsblaði Sameykis, sem alla jafna kemur út í mars á hverju ári.
Á sumrin eru ýmsir möguleikar í boði s.s. ferðaávísun sem nota má til þess að fá hagstæða gistingu á fjölmörgum hótelum um land allt. Veiðikortið, Útilegukortið, Gjafabréf í flug og í ferðir Úrvals Útsýnar. Auk Orlofsávísana sem er úthlutað með sama hætti og orlofshúsum, en undir Spurt og svarað er að finna nánari upplýsingar um þær.
Hagnýtar upplýsingar - dagsetningar úthlutunar
Í Orlofsblaðinu ár hvert eru kynntir allir orlofsmöguleikar sem Sameyki hefur upp á að bjóða fyrir félagsmenn sína. Einnig má finna ítarlegar upplýsingar um orlofshús og íbúðir á orlofsvef félagsins.