Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar um orlofshús og úthlutanir

Yfir veturinn er opið fyrir bókanir í orlofshús innanlands 5 mánuði fram í tímann innanlands. Fyrir íbúðir og hús á Spáni er opið fyrir bókanir 6 mánuði fram í tímann. Þetta á þó ekki við yfir úthlutunartímabil.
Fyrsta virka dag í mánuði bætist við nýr mánuður og er opnað fyrir bókanir á bókunarvefnum kl. 9:00. Félagsmenn geta hringt á skrifstofuna í síma 525-8330 eða farið inn á bókunarvefinn til að bóka.
Félagsmenn þurfa að vera fjárráða (18 ára) til að geta bókað.
Gildir það ákvæði almennt um umsækjendur. Þeir félagsmenn sem hafa ekki farið inn á bókunarvefinn áður til að bóka orlofshús, skrá inn með rafrænum skilríkjum eða með Íslykli.

Umsóknir og úthlutun orlofshúsa 2021:
Athugið að ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabili sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsmanna.
ATHUGIÐ AÐ EFTIRLAUNAÞEGAR GETA EKKI SÓTT UM Á UMSÓKNARTÍMA, EN GETA SÓTT UM ÞEGAR OPNAÐ VERÐUR FYRIR ALLA FÉLAGSMENN – fyrstur kemur fyrstur fær.
Niðurstöður úthlutunar verða sendar í tölvupósti og greiðslufrestur tilgreindur í pósti.


Páskar innanlands: Umsóknartímabil er 5. janúar – 10. febrúar 2021 og hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 12. febrúar eftir punktakerfi.
Greiðslufrestur er til og með 25. febrúar 2021
Eftir það opnast bókunarvefurinn fyrir þá félagsmenn sem fengu neitun og er opið í viku fyrir þá eða til og með 3. Mars 2021
Eftir það (5. Mars) opnar fyrir alla félagsmenn (fyrstur kemur fyrstur fær) til að bóka það sem er enn laust um páska.

Sumar - Spánn: Umsóknartímabil er 14. janúar -1. febrúar 2021 og hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 2. febrúar eftir punktakerfi.
Greiðslufrestur er til og með 10. febrúar 2021.
Eftir það opnast bókunarvefurinn fyrir þá félagsmenn sem fengu neitun og er opið í viku fyrir þá eða til og með 17. febrúar 2021.
Eftir það (19. febrúar) er opið fyrir alla félagsmenn (fyrstur kemur fyrstur fær) til að bóka það sem er enn laust yfir sumarið.

 Sumar - innanlands: Umsóknartímabil er 6. – 26. mars 2021 
og hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 31. mars eftir punktakerfi.
Greiðslufrestur er til og með 9. apríl 2021.
Eftir það opnast bókunarvefurinn fyrir þá félagsmenn sem fengu neitun og er opið fyrir þá til og með 19.apríl 2021.
Eftir það, þann 21. apríl, er opið fyrir alla félagsmenn, fyrstur kemur fyrstur fær, til að bóka það sem er enn laust yfir sumarið.

Þá opnar einnig fyrir bókanir á dagleiguhúsum þann dag, 21. apríl.

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 525-8330 eða sent tölvupóst á sameyki@sameyki.is til frekari upplýsingar eða aðstoð. Allar nánari upplýsingar eru á orlofsvef félagsins

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)